Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 85
83
Einn ég stend hér, horfi, horfi,
hvílík dýrð um land og ver.
„Það hið blíða blandað stríðu“
blasir fyrir augum mér,
tign og yndi, afl og fegurð,
ís og kuldi og sólarbál
laðast saman, og í öldum
iðar gegnum mína sál“.
Jónas var mikill aðdáandi ljóða föður míns þegar á bersnku-
árum sínum. „1 fyrstu kvæðum Jónasar svífur andi Steingríms
Thorsteinssonar yfir vötnunum, einkanlega verður þess vart í
Vorblóm, en þó er eins og lesandinn komist í snertingu við hinn
innibyrgða þroska Jónasar“, segir Hannes skáld Pétursson í hinni
ágætu ritgerð sinni um hann. (Fjögur Ijóðskáld. Sigurður Sigurðs-
son frá Arnarholti, Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sig-
urðsson, Jónas Guðlaugsson. Hannes Pétursson gaf út. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Rvk 1957).
Jónas Guðlaugsson lézt vorið 1916 (15/4), á Skagen á Jótlandi,
tæplega þrítugur að aldri, á framabraut, kunnur orðinn fyrir rit-
störf sín á Norðurlöndum og víðar, eigi síður en heima á Islandi.
Hver bókin af annarri kom frá hans hendi, ljóðabækur og skáld-
sögur, og efni þeirra sótt til Islands, en Jónas ritaði margt annað
°S þýddi kunnar skáldsögur á íslenzku (Fólkið við hafið, eftir
Harry Söiberg. Maria Grubbe, eftir J. P. Jacobsen). Starfsævin
varð skömm, en á henni var miklu í verk komið, ávalt af þeirri
reisn og glæsileik, sem einkenndi hann frá fyrstu baráttudögum
til hinna hinztu á Skagen, þar sem hann hafði stofnað heimili og
undi bezt, f jarri því, sem hann unni mest, landi sínu í útlegð sinni,
°& gat notið þess að vera, þar sem „sjávar aldrei þagnar kliður“,
eins og Grímur kvað um Sólheimasand, — notið þeirrar lífsham-
lngju sin síðari ár í erfiðri veikindabaráttu, að búa við slíkan klið
bar til yfir lauk.