Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 114
112
„Eg verð að segja, að eg var smeykur um, að hann mundi þekkja
mig,“ sagði Herkúles, og var auðheyrt, að honum hafði létt.
„Það var hyggilegt af vður, að taka ekki ofan húfuna,“ sagði
hinn glottandi. „Og að hvaða glugga eigum við nú að leggja stig-
ann?“
„Við þriðja gluggann frá horninu — á annarri hæð,“ svaraði
Herkúles og hjálpaði honum að leggja stigann að glugganum-
Herkúles fór nú að ganga upp stigann, sem hinn studdi örugg-
lega.
„Skyldi eg nú vera á villigötum,“ hugsaði Herkúles, og hjarta
hans sló nokkru hraðara, þegar hann var kominn alveg upp að
glugganum á herbergi því, sem hann hugði vera herbergi stúlk-
unnar, sem var í haldi og hafði beðið hann hjálpar.
Hann gægðist inn um glufu milli gluggatjaldanna, en gluggarnir
voru háir, og honum virtist herbergið vera svipað að stærð og
lögun og setustofa hans sjálfs. I herberginu voru tvö rúm, en
ekki samhliða — heldur sitt í hvoru horni, og voru dyrnar, sem
vissu út í göngin á milli þeirra.
Á rúminu vinstra megin hvíldi kona nokkur og var hún alklædd.
Og í stól við eldstóna sat ung stúlka, eins og í hnipri, og virtist
hún sofa. Hi'm var náföl og varir hennar einkennilega hvítar og
blóðlausar.
Hann barði á rúðuna af nokkurri óþolinmæði, en hvorki konan
eða stúlkan hrærðu legg eða lið. Loks kallaði hann hranalega:
„Opnið gluggann!“
Konunni, sem á rúminu hvíldi og vafalaust hafði mókt, varð
svo bilt við, að hún valt fram úr rúminu, og var hið mesta fát á
henni, er hún stóð upp. Hún var eldrauð í framan og starði skelfd
í áttina að glugganum. Það var auðséð, að hún var bæði óttasleg-
in og reið.
„Opnið gluggann,“ kallaði Herkúles aftur.
Hægt, hikandi, gekk hún að glugganum. Það var auðséð, að
henni var þvert um geð, að hlýða skipun hans, en losaði þó um
járntengslin á glugganum og Herkúles opnaði hann. Var þetta
vængjagluggi og opnuðust gluggahurðirnar í miðju.
Herkúles var kominn inn, áður en konan gat áttað sig.