Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 82
80
„Reykjavíkur", og hafi nefndin þá fengið Jón Ólafsson til þess
að taka að sér ritstjórnarstarfið“.
Um þessa breytingu var ekki orð frá Jónasi, hinu unga, djarf-
huga skáldi, sem nú hafði dvalist um sinn erlendis og orðið fyrir
sterkum menningarlegum áhrifum og reynslunni ríkari eftir vist-
ina á íhaldsheimilinu, kaus — févana og óbugaður að vera trúr
skáldköllun sinni.
Landsmálabaráttu hins flugmælska og kappsama þjóðernis-
sinna, skáldsins Jónasar Guðlaugssonar, væri vert að gera ítar-
leg skil, verð athugunar af mér færari mönnum, en fyrir því er
hér á hana minnst, að skáldköllun hans var henni samofin. En
þar sem minnst var á kveðjuorð ritstjórnarnefndar Reykjavíkur-
innar, vil ég bæta þessu við:
Jónas Guðlaugsson stofnaði ,,Valinn“ á Isafirði og meðritstjóri
var Guðmundur skáld Guðmundsson. Valurinn var í allstóru broti
og á því menningarbragur, og liðsmennirnir góðir, ekki að eins
Guðmundur skáld, eindreginn fána- og landvarnarmaður, annar
landskunnur landvarna- og fánamaður lagði þar oft hönd á plóg-
inn. Sá var Bjarni Jónsson frá Vogi. I Valnum, 1,—2. tbl. (23/8
1906) birtir Jónas grein, sem hann nefnir „Valurinn heilsar Is-
lendingum“, og þar segir m.a.: „Válurinn mun veröa hreint land-
varnarblað ... I vorum augum er það ekkert vafamál, að þjóð
með jafn skýrum og sérstökum þjóðareinkennum og Islendingar
getur ekki sætt sig við annað en fullkomið sjálfstæði. Frelsi og
sjálfstæði eru jafn nauðsynleg skilyrði fyrir lífi og þróun þjóð-
anna og sólin fyrir allt líf á jörðinni“. Hug sinn til bláhvíta fán-
ans, sem barist var fyrir sem þjóðfána íslands, sýndi Jónas m. a.
með „fánasöng", er hann orti og var birtur í blaðinu 20. júní og
24. október birtir hann kvæði Einars Benediktssonar „Til fámans“
(Rís pú unga íslands merki) og fylgir þessi athugasemd:
„Þetta snjalla kvæði er ort upphaflega fyrir „Valinn“, en gat
ekki komið nógu fljótt, og var því prentað áður í hinni nýju kvæða-
bók höf., „Hafbiik“, sem innan skamms verður getið hér í blaðinu.
Kvæði þetta ætti að verða fánasöngur íslendinga, enda hefir
Sigfús Einarsson samið snjallt lag við það“.