Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 118
116
Argentínumaðurinn hristi höfuðið.
„Best að dreypa á víni og hressa sig upp áður en þér segið mér
alla söguna.“
„Eg vil heldur hefja frásögn mína þegar í stað.“
„Gott og vel. Segið mér hana í sem fæstum orðum — hvers vegna
þér eruð hingað kominn og hvað þér viljið, að lögreglan geri yður
til aðstoðar."
Pilturinn stóð upp. Honum var inikið niðri fyrir, er hann hóf
frásögn sína:
„Maður að nafni Antonio Varia, sem er fjárhaldsmaður unn-
ustu minnar, Pepitu Exuvoro, og kona hans, eru komin hingað
til Parísar með Pepitu frá Argentínu. Það, sem fyrir þeim vakir
er að missa ekki tekjurnar af hinum miklu landeignum Pepitu.
Eg hefi þekkt unnustu mína frá barnæsku, en seinustu tvö, þrjú
árin hefi eg litlar fregnir af henni haft, því að Varia og kona hans
hafa þvingað hana til þess að lifa einmanalegu lífi — og vafalaust
farið illa með hana. Við höfðum áformað að opinbera trúlofun
okkar, en þegar að því var komið hvarf hún!“
Herkúles horfði athugunaraugum á Argentínumanninn, sem var
mjög áhyggjufullur á svip.
„Hvernig er hagur yðar, herra minn?“ spurði hann.
„Hagur minn er góður,“ sagði hann rólega- „Eg er ekki auðug-
ur, en sæmilega efnaður. Eg er meiðeigandi í verzlun, sem eg
erfði eftir föður minn. En eg hefi tekið mér frí til þess að leita
að Pepitu. Eg komst að því, að þau fóru með hana til Parísar.
En hvar Varia hefir falið sig veit eg ekki. Þess vegna ráðlagði
sendiherra Argentínu, sem er frændi minn, að leita til leynilög-
reglunnar.“
„Og hvað haldið þér að Varia þessi og kona hans hafi gert við
unnustu yðar ?“
„Varia og kona hans virðast eins og fólk er flest — fljótt á litið,
og menn mundu ekki að óreyndu gruna þau um græzku. En Varia
nýtur ekki álits. Tvívegis hefir honum legið við gjaldþroti og
hann er í hinum mestu fjárkröggum. Eg held, að hann muni ekki
svífast neins til þess að komast yfir fé. Um nokkurt skeið hefir
hann og kona hans borið það út, að Pepita sé „undarleg" — með