Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 129
127
legu mynd, og varð hluti Verzlunar Haraldar Árnasonar. Úr því
minnst er á „útreiðartúrana“ vil ég geta þess, að mamma reið
allt af í „enskum söðli“, og reið því einvega. Bogasöðlar voru þó
orðnir almennir. Á þessum árum kom Björn heitinn, sonur biskups,
þá á unglingsaldri, allt af að sækja hestana og flytja í Laufás í
haga, og var það eitt ævintýrð að fá að skreppa á bak hjá Birni.
Bls. 85. Það þarf vitanlega engrar skýringar við, að ég birti
minningargreinina um Guðmund skólaskáld, svo mjög sem hann
heillaði mig á bernsku- og unglingsárum fyrir ljóð sín, og æ síðar.
En það varð mitt hlutskifti, að fá talsverð kynni af mikilsverðu
framlagi Guðmundar til bókmennta, í hlutverki hans sem blaða-
manns og þýðanda, og þess framlags hefir ekki verið getið sem
skyldi. Ég hefi að eins drepið á þetta framlag hans, í forspjalli
að sögunni um „Blómið blóðrauða“ eftir finnska skáldsagnahöf-
undinn J. Linnankoski, sem ég las í útvarp í fyrrasumar og kom
hún út fyrir jól. Það var til að minnast Guðmundar sem þýðanda,
að ég óskaði eftir að fá að lesa söguna í útvarp, og var það sam-
þykkt, en þannig hafði málum verið háttað, að nokkru eftir heim-
komu mína frá Vesturálfu 1923, kom Hafliði Helgason prentari
(síðar prentsmiðjustjóri), að máli við mig, afhenti mér eintak af
sögunni, og bað mig um að ljúka við þýðinguna, sem Guðmundi
hafði ekki auðnast að Ijúka við áður en hann lést. Hann veiktist
af spönsku veikinni 1918 og féll þá niður útgáfa blaðsins „Fréttir“,
sem Guðmundur var ritstjóri að, en í því blaði komið það af sög-
unni, sem Guðmundur hafði lokið við að þýða. Vísast til þess, sem
ég sagði um þetta í forspjalli útgáfunnar frá í fyrra, en sagan í
þýðingu minni og Guðmundar heitins hafði komið út á kostnað
Hafliða 1924, og var uppurin fyrir löngu. Ég man, að ég var mjög
hikandi, að taka að mér þetta hlutverk, fannst mér vera mikill
vandi á höndum, en lét þó til leiðast.
„Akuryrkjan er móðir allra framfara bls. 95. Þegar ég var
vestan hafs og bréf þau, sem fundust í fórum föður míns, voru
komin í handritasafn Landsbókasafns, fann ég þetta bréf innan
um einhver plögg, sem orðið höfðu eftir. — Ég birti það nú — þetta
90 ára gamla bréf —, vegna þess að mér finnst, að það hafi gleymd