Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 108
106
„Þau eru með dóttur sína með sér“.
„Aha, — og hvað er hún gömul?“
„Þvl get eg ekki svarað, nema líta á fyrirspurnablað það, sem
faðir stúlkunnar útfyllti.“
„En hvað mynduð þér gizka á, að hún væri gömul, Madame
Bonnefon ?“
Herkúles grunaði, að konan væri að reyna að leyna hann ein-
hverju, en það skerpti forvitni hans og grun.
„Eg gæti trúað, að ungfrúin væri átján til tuttugu ára,“ svaraði
hún með semingi.
Herkúles beindi snögglega til hennar nýrri spurningu:
„Hvað gengur að þessari ungu stúlku? Svona, svona, Madame
Bonnefon, segið allt af létta, eg veit vel, að eitthvað er ekki eins
og það á að vera“.
„Það er ekkert smitandi, herra Popeau,“ svaraði hún og var
auðheyrt, að hún var dauðskelkuð- „Það getið þér reitt yður á,
því að eg hefi talað við lækninn, sem kemur til stúlkunnar.“
„Hvað sagði læknirinn?“
Madame Bonnefon var orðin ákaflega vandræðaleg á svip.
„Segið allt af létta,“ sagði Herkúles ekki óvinsamlega, „vissu-
lega mun systir yðar hafa sagt yður, að ég sé gamall kunningi
hennar. Og einnig megið þér vel vita, að eg hefi enn náin tengsl
við „Sureté“. Mér er skylt að athuga málið, ef nokkuð grunsam-
legt gerist í húsi því, sem eg bý í. Eg verð að fara fram á, að þér
segið mér þegar hreinskilnislega hvað læknir þessa fólks sagði.“
„Yður, herra Popeau, hefi eg engu að leyna,“ sagði Madame
Bonnefon hálfkjökrandi. Sannleikurinn um þessa stúlku er sá, að
hún er ekki með sjálfri sér. Foreldrar hennar ætla að fela hana
umsjá læknis, sem tekur að eins við fáeinum sjúklingum til einka-
meðferðar. Hún er ekki vitskert. Það megið þér ekki ætla, því að
þá hefði eg ekki tekið í mál, að þau fengju inni hér í gistihúsi mágs
míns. Þetta er að eins væg geðtruflun, hefir mér skilist."
„Hafið þér séð hana?“ spurði Herkúles Popeau.
„Eg hefi ekki séð vesalings stúlkuna. Henni er færður matur
og hann er skilinn eftir í herberginu, sem er næst svefnherbergi
hennar — svefnherbergi foreldra hennar. Það er innangangt milli
herbergjanna.“