Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 15
13
Það var fullströng gönguför fyrir svona lítinn dreng, en bótin var,
að knáleik hafði hann og kjark, sem ekki bilaði.
Svölurnar flugu all-langt á leið með þeim og sungu: ,,Við og þið,
þið og við.“ Leiðin lá yfir hina beljandi ,,Liitchine“, sem steyptist
í mörgum smákvíslum fram úr hinum svörtu gljúfrum „Grindel-
walds“-jökulsins; lausir tréstofnar og grjóthnullungar eru í brúar
stað. Nú voru þeir komnir yfir um að elriskóginum og farnir að
ganga upp fjallið, þar sem skriðjökulinn hafði leyst frá fjallkinn-
inni og gengu þeir svo út á jökulinn, yfir ísblakkir og kringum
þær; var það ýmist, að Rúði gekk drjúgan spotta í einu eða hann
mátti til að skríða; gleði skein út úr augum hans og gekk hann
svo hratt á járnodduðu broddskónum sínum, að það var eins og
hann vildi marka sporin þar, sem hann hafði gengið. Leðjan dökka,
sem áin hafði borið á jökulinn og skilið þar eftir, gerði hann blás-
inni grjóteyri likan, en blágrænn, glerskvgður ísinn skein þó í
gegnum; pollana, sem ísblakkirnar höfðu hlaðist að á alla vegu,
varð að krækja í kringum og á því kringsóli bar þá félaga nálægt
stóreflis steini, sem riðaði yst á jökulgjár barmi; steinninn misti
jafnvægis; veltist niður í hyldýpið og sendi upp bergmálsdrun-
urnar úr hinum holu undirgöngum jökulsins.
Upp á móti og altaf upp á móti, en áfram var haldið; jökullinn
þandist í hæðir upp eins og samfeld móða af hrikalega upphrúg-
uðum íshrönnum, innistífluðum milli þverbrattra kletta. Rúða
kom allra snöggvast í hug það, sem honum hafði verið sagt, að
hann hefði ásamt móður sinni legið niðri í nístingskaldri gjá,
en slíkar hugsanir voru óðara horfnar fyrir öðru; það var eins
og sú saga kæmi honum álíka fyrir og einhver af þeim mörgu,
sem hann hafði heyrt. Við bar það, að þegar fylgdarmennirnir
héldu að þessi fjallganga væri þó alt of erfið fyrir strákinn litla,
að þá réttu þeir honum hönd, en ekki var hann þreyttur og á
hálkunni var hann fótviss eins og gemsa. Nú komu þeir á klappar-
jarðveg, og gengu ýmist um mosalausa grjóturð eða innan um lág-
vaxinn greniskóg og svo aftur um græna fjallhaga, það var sífeld
breyting, alt af nýtt og nýtt, alt umhverfis hófu sig upp snæfjöll,
sem hvert barnið hér um slóðir, og þá ekki síður Rúði litli, vissu
nöfn á: ,Jungfrúin‘, ,Munkurinn‘ og ,Eiger‘. Rúði hafði aldrei
komist svo hátt, hafði aldrei stigið á þetta útþanda snæhaf; þarna