Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 23
21
bóndans, eða svo mundi Rúði að minsta kosti hafa sagt, og þó
yar hún teiknuð í hjarta hans, þar inni geisluðu augu hennar og
komu öllu í bál og brand. Þar hafði kviknað í upp úr þurru eins
°g vant er, þegar eldur kemur upp, og það var nú kátlegast,
að mylnumannsdóttirin, hin yndislega Babetta, og Rúði, höfðu
aldrei talað saman svo mikið sem tvö orð.
Mylnumaðurinn var auðmaður og auðurinn gerði það að verk-
um, að Babetta sat afar hátt, svo erfitt var að seilast upp til henn-
av. en ekkert situr svo hátt, að ókleift sé að ná því, hugsaði Rúði;
maður verður að klifrast og ekki er hætt við falli, ef maður bara
ekki ímyndar sér, að maður muni falla. Þá speki hafði hann numið
aður en hann fór að heiman.
Nú bar svo til, að Rúði átti að fara einhverja erindisferð til
Bex, en þangað var nú ekki neinn smáræðis vegur. Þá var ekki enn
komin járnbraut. Alla leið frá Rónejöklinum og fram með rótum
Simplonf jallsins liggur hinn breiði Wallisdalur með stóránni Róne,
sem einatt flóir yfir bakka sína, beljar yfir merkur og vegi og
umturnar öllu. Milli borganna Sion og St. Maurice gerir dalur-
inn á sig bugðu og beygist eins og í olnboga og verður svo örmjór
fyrir neðan Maurice, að þar er ekki rúm fyrir nema sjálfan fljóts-
farveginn og hinn þrönga akveg, sem þar er lagður. Gamall turn
stendur þar eins og á einverði fyrir Wallis-kantónu, sem hér þrýt-
ur, stendur turninn utan í hlíðinni og horfir yfir múrbrúna til
tollhússins hinum megin; þar hefst Vaud-kantóna og næst borg
þaðan er Bex og ekki langt til. Þegar hér er komið blasir við
uianni við hvert fótmál öll fylling jarðargróðans í svellandi frjó-
sæld; það er eins og maður sé í garði fullum af kastaníutrjám og
valhnotutrjám og víða hvar gægjast fram sýpresviðir og granat-
blóm; hér ríkir suðrænn hiti alveg eins og maður væri kominn
til Italíu.
Rúði komst til Bex, lauk af erindi sínu og skoðaðist þar um,
en ekki auðnaðist honum að sjá svo mikið sem malarasvein frá
niylnunni, hvað þá heldur Babettu sjálfa. Það var nú síður en svo
sem hann hafði til ætlast.
Það fór að kvölda; loftið var þrungið af blóðbergsilmi og angan
trá blómstrandi linditrjánum. Það var eins og skínandi loftblá
slæða um skóggræn fjöllin. Það var kyrrð yfir öllu, ekki svefns-