Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 105
Belloc Lowndes:
Herkúles kemur til skjalanna
— Leynilögreglusaga frá París. —
„Það hefði verið hyggilegra af þér að vera annan áratug til í
leynilögreglunni. Störfin eru ekki eins erfið og á þinni tíð, að
minnsta kosti ekki í þeim deildum, sem taka til meðferðar rann-
sóknarmál á hendur útlendingum, en þú naust þín alltaf bezt, ef
þú fékkst slík viðfangsefni.“
Þeir Herkules Popeau og Jean Copain, eftirmaður hans í Sureté
— sem kalla mætti Scotland Yard Parísarborgar — höfðu setið að
kvöldverðarboði í frægum gildaskála á vinstri bakka Signu, og
höfðu nýlokið máltíðinni. Þeir höfðu setið lengi yfir kaffibollun-
um og rætt ýmislegt, sem á daga þeirra hafði drifið, er þeir voru
samverkamenn í leynilögreglunni. Voru þeir svo niður sokknir í
þessar viðræður um gamlar minningar, að það var komið undir
miðnætti, þegar þeir gengu heimleiðis, eftir auðum, skuggalegum
kuldalegum götunum.
„Það gerist margt furðulegt enn þann dag 1 dag, enda þótt
margt af því komi ekki „fyrir dómarann“, ýmislegt er ,,jafnað“
með samkomulagi, og þar með komið í veg fyrir frekari vandræði,
að þannig er að farið. Nú, það sem ég var að víkja að var það,
aö þennan stutta tíma, sem eg hefi búið í Hotel Paragon, hefir
tvívegis komið dálítið fyrir, sem mér þykir grunsamlegt, og í
hvorttveggja skiptið komu útlendingar við sögu“.
„Hvað var það, sem gerðist?“ spurði Copain.
„í öðru tilfellinu var nærri búið að drepa gullfallega konu á
eitri — og það var önnur gullfalleg kona, sem var eiturbyrlarinn.
Hana Iangaði að krækja í eiginmann hinnar.“
„Slíkt og þvílíkt gerist iðulega víða um heim, — miklu víðar en
í okkar fögru Parísarborg —, eða, svo eg hafi hringinn þrengri —