Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 39
37
við eldhúsköttinn. „Rúði hefir fært okkur arnarungann og fær nú
Babettu fyrir bragðið. Þau hafa verið að kyssast og látið föður-
inn sjá til sín; það er þá sama sem trúlofun; gamli maðurinn
sparkaði ekki, hann dró inn klærnar, fékk sér miðdegislúr og lof-
aði þeim báðum að sitja 1 tómi og daðra saman, þau hafa svo
margt að segja hvort öðru, að þeim mun endast það til jóla.“
Og það entist líka til jóla. Vindurinn feykti módökku laufinu,
fannirnar dreif niður bæði í dölunum og á f jallhæðunum; ísjung-
frúin sat í sinni mikilfenglegu höll, sem hríðstækkaði um vetrar-
tímann, hamraveggirnir gnæfðu íslagðir og sýldir með heljar digra
klakaströngla, þar sem fjallastraumarnir um sumartímann föld-
uðu vatnsblæjum sínum, frostrósasveigar og hélukerfi með ís-
krystöllum glitruðu á hinum snæsölluðu grenitrjám. Isjungfrúin
þeysti á vindinum þjótandi yfir dýpstu dali. Fannbreiðan náði alla
leið ofan til Bex; þangað kom ísjungfrúin einnig og sá Rúða sitj-
andi í mylnunni; hann var þar oftar venju; hann sat hjá Babettu.
Næsta sumar átti brúðkaup þeirra að vera; það hringdi oft til
brúðkaups fyrir eyrum þeirra, svo oft töluðu vinir þeirra um það.
Það var sólskin í mylnunni, Alparósin indælasta glóði í fegurð
sinni, hin síkáta, broshýra Babetta, fögur eins og vorið, er í hönd
fór, vorið, sem vakti alla fugla til að syngja um sumartíð og brúð-
kaupsdag.
„En hvað þau geta setið alla daga og hangið hvort yfir öðru,“
sagði stofukötturinn.
„Nú er eg búinn að fá nóg af mjálminu í þeim.“
IX.
ÍSJUNGFRÚIN
Vorið hafði þanið út safagrænan skógarsveiginn sinn af kast-
aníu og valhnotutrjám og bungaði hann gróskulegur á svæðinu
frá brúnni við St. Maurice, alt að bakka Genfarvatns, með fram
Róne, sem beljaði með flugferð úr útkomustað sínum undir græn-
um skriðjöklinum, íshöllinni, þar sem ísjungfrúin hefir aðsetur
sitt; þaðan lætur hún snarphvassan vindinn bera sig upp á hæsta