Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 39

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 39
37 við eldhúsköttinn. „Rúði hefir fært okkur arnarungann og fær nú Babettu fyrir bragðið. Þau hafa verið að kyssast og látið föður- inn sjá til sín; það er þá sama sem trúlofun; gamli maðurinn sparkaði ekki, hann dró inn klærnar, fékk sér miðdegislúr og lof- aði þeim báðum að sitja 1 tómi og daðra saman, þau hafa svo margt að segja hvort öðru, að þeim mun endast það til jóla.“ Og það entist líka til jóla. Vindurinn feykti módökku laufinu, fannirnar dreif niður bæði í dölunum og á f jallhæðunum; ísjung- frúin sat í sinni mikilfenglegu höll, sem hríðstækkaði um vetrar- tímann, hamraveggirnir gnæfðu íslagðir og sýldir með heljar digra klakaströngla, þar sem fjallastraumarnir um sumartímann föld- uðu vatnsblæjum sínum, frostrósasveigar og hélukerfi með ís- krystöllum glitruðu á hinum snæsölluðu grenitrjám. Isjungfrúin þeysti á vindinum þjótandi yfir dýpstu dali. Fannbreiðan náði alla leið ofan til Bex; þangað kom ísjungfrúin einnig og sá Rúða sitj- andi í mylnunni; hann var þar oftar venju; hann sat hjá Babettu. Næsta sumar átti brúðkaup þeirra að vera; það hringdi oft til brúðkaups fyrir eyrum þeirra, svo oft töluðu vinir þeirra um það. Það var sólskin í mylnunni, Alparósin indælasta glóði í fegurð sinni, hin síkáta, broshýra Babetta, fögur eins og vorið, er í hönd fór, vorið, sem vakti alla fugla til að syngja um sumartíð og brúð- kaupsdag. „En hvað þau geta setið alla daga og hangið hvort yfir öðru,“ sagði stofukötturinn. „Nú er eg búinn að fá nóg af mjálminu í þeim.“ IX. ÍSJUNGFRÚIN Vorið hafði þanið út safagrænan skógarsveiginn sinn af kast- aníu og valhnotutrjám og bungaði hann gróskulegur á svæðinu frá brúnni við St. Maurice, alt að bakka Genfarvatns, með fram Róne, sem beljaði með flugferð úr útkomustað sínum undir græn- um skriðjöklinum, íshöllinni, þar sem ísjungfrúin hefir aðsetur sitt; þaðan lætur hún snarphvassan vindinn bera sig upp á hæsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.