Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 45
43
á ljósinu og þreifaðist fyrir hvort giugginn væri krókaður aftur
og lofaði honum svo að góla og væla.
Það var ljóta gamanið ef Rúði væri staddur hérna í mylnunni
núna, en Rúði var alls ekki í mylnunni, heldur þar sem sem verra
var, hann var þarna beint fyrir neðan. Þar var hávaða tal, orða-
kast og heitingar, við biiið áflogum og ryskingum og ef til vill
manns bana.
Babetta lauk upp glugganum í ofboði, kallaði til Rúða og bað
hann í hamingju bænum að fara, hún sagðist ekki þola það, að
hann biði þarna kyr.
,,Þú þolir það ekki, að eg bíði hérna,“ kallaði hann. „Þetta er
þó undarlegt ráð. Þú átt von á góðum vini, sem mér er betri,
skammastu þín, Babetta."
,,Þú ert andstyggilegur," sagði Babetta, ,,eg hata þig.“ Og svo
kom upp fyrir henni grátur.
„Farðu, farðu!“
„Þetta átti eg síst skilið,“ sagði hann og fór; kinnar hans voru
sem eldur, hjarta hans var sem eldur.
Babetta fleygði sér upp í rúm.
„Eins og mér þykir vænt um þig, Rúði, og þú getur ætlað mér
svo ilt.“
Og reið var hún, fjarska reið, og það var gott fyrir hana, ella
hefði hún verið sárlega sorgbitin. Nú gat hún sofnað og sofið
æskunnar styrkjandi svefni.
XII.
ILLAR VÆTTIR
Rúði skundaði frá og sneri sér nú heim á leið upp í fjöllin, í
kælandi loftsvalann þar sem snjórinn og ísjungfrúin ríkti. Lauf-
trén voru langt, langt fyrir neðan hann og til að líta ekki stærri
en kartöflugras; grenitré og runnar gerðust smávaxnari. Alpa-
rósir greru við snjóinn, sem lá í stöku blettum eins og léreft í
bleikireit. Gentianblóm heiðblátt varð fyrir fótum hans, hann
marði það með byssuskeftinu.