Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 97
„Akuryrkjan er móðir allra íramfara —"
Rvk., 2. des. 1887.
Kœri vinur.
Það var vœnt, að þú skrifaðir mér og kann eg þér mikla
þökk fyrir þitt góða bréf, sem kemur við margt og sér-
staklega það, sem mig „interesserar“. Já, það er satt sem
þú segir, að borgirnar, sem hafa sýnzt vera blómknappar
þjóðanna, en t raun réttri verið átumein þeirra, ættu meira
eða minna að eyðast. Mannkynið á að snúa til jarðarinnar
aptur, þeirrar sameiginlegu móður, sem það hefir yfir-
gefið í heimsku sinni, og þar með villst út í spillingu og
ónáttúru. Væri jörðin réttilega notuð gæti allt mannkyn
lifað svo farsœlu lífi sem getur fyrir innan þœr skorður,
scm náttúran hefir sett því. Hvað er sem það, sem eins
vel borgar sig að leggja rækt við eins og jörðin, ekki að
eins í líkamlegu heldur einnig í siðferðilegu og andlegu
tilliti? Akuryrkjan er móðir attra framfara og hún er líka
móðir borgaranna, en það er munur á borgum eins og
Aþenu fornu eða helvískum milljónaborgunum nú á dög-
um. En vist hygg eg, að borgir þurfi að vera, centra, þar
sem geislar félagslífsins renna saman í einn brennipunkt.
Það dregur líklega til þess á endanum, að þessar stór-
borgaróvættir leggist að nokkru leyti í auðn sem kapitil-
ista og kúgunarsetur, sem heimkynni hins guðlausasta
óhófs og hinnar grátlegustu eymdar, og vœri betur að sá
dagur væri ekki allfjarri. (Sbr. skýringar og athugasemdir
aftast t heftinu).