Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 51

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 51
49 náttúrukraftanna. Fjallbóndinn sá þá út um gluggarúðurnar; þeir sigldu hópum saman á undan ísjungfrúnni; hún kom úr jökulhöll sinni, hún sat á veiku fari, brotinni viðargrein; jökulflaumurinn bar hana forstreymis út að opnu hafi. „Brúðkaupsgestirnir koma,“ þaut við og söng við í lofti og vatni. Sjónir úti fyrir, sjónir hið innra. Babettu dreymdi undar- lega drauma. Henni þótti sem hún væri gift Rúða og væri þegar búin að vera það í mörg ár. Hann var nú á gemsuveiðum, en hún var heima og þar sat hjá henni Englendingurinn ungi með kjálka- skeggið gylta, augu hans voru hlýleg, orð hans höfðu töframátt, hann rétti henni höndina og hún varð að fylgja honum. Þau gengu burt að heiman. Alt af var það niður á við og þótti Babettu sem byrði nokkur lægi á hjarta sínu sem alt af varð þyngri og þyngri. Það var synd gegn Rúða, synd gegn guði — alt í einu stóð hún einmana, yfirgefin, klæði hennar voru sundur rifin af þyrnum, hár hennar var gránað, hún horfði upp eftir sárhrygg og á fjalls- brúninni sá hún Rúða — hún rétti hendurnar á móti honum, en þorði ekki að kalla né biðja, enda mundi það ekki hafa stoðað neitt, því fyrr en varði sá hún að þetta var ekki hann sjálfur heldur að eins veiðimannstreyjan hans og hatturinn sem hékk á Alpastafnum, því slíkt er algeng veiðibrella til að ginna gemsurnar. Og Babetta hljóðaði upp yfir sig í óumræðilegu hugarstríði. ,,Ó, að eg hefði dáið á giftingardegi mínum, þeim sælasta degi æfi minnar. Guð minn góður, það hefði verið sú mesta náð og miskun og sannkall- að lífsins lán, þá hefði það skeð, sem best var bæði fyrir mig og Rúða. Enginn veit sína ókomnu æfi.“ Og í guðlausu hugarstríði steypti hún sér niður í djúpu fjall- gjána. Það brast sundur strengur og kvað við sorgar hljómur. Babetta vaknaði, draumurinn var búinn og máður út, en hún vissi að hana hafði dreymt hræðilegan draum um Englendinginn unga, sem hún hafði ekki séð mánuðum saman og henni aldrei svo mikið sem hvarflað hugur til. Skyldi hann vera í Montreux? Skyldi hún sjá hann í brúðkaupinu? Það brá örlitlum skugga um munninn litla, brýrnar hrukkuðust, en óðara lifnuðu aftur bros um varirnar og aftur lifnaði kætin í augunum, úti fyrir var ljómandi sólskin og næsta morgun var brúðkaupsdagur hennar og Rúða. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.