Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 60

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 60
58 hillurnar síðan festar í gluggana, nálægt rúðunum, til þess að bægja frá þeirri hættu, að kviknaði í gluggatjöldum frá blakt- andi kertaljósi. Ég þori ekki að fullyrða, að þessar lausahillur hafi verið smíðaðar vegna aldamótahátíðarinnar, og það hefir flögrað að mér, að þær kunni að hafa verið í geymslu uppi á háa- lofti, og þá smíðaðar fyrr, því að ég man, að þær litu ekki þannig út, að þær væru smíðaðar úr nýhefluðum fjölum. Þær voru grá- leitar og litu því ekki út eins og þær væru nýjar af nálinni. Nú skyldi gamla öldin kvödd og nýrri fagnað, ljósum skrýdd skyldi borgin vera, ljós í hverjum glugga, marglitar pappírs- luktir á vellinum, skrúðganga, álfakóngur og drottning, ræðuhöld, söngur, lúðrablástur, og ekki allt talið. Undirbúningur hafði ver- ið mjög mikill, en svo var að morgni dags á gamlársdag ekki annað sýnna, en allt væri unnið fyrir gýg. Vonsku austanveður var að morgni, hvasst, varla stætt á götunum, úrfelli, bleytuhríð, rigning, — en um kvöldið brá skyndilega til betra veðurs. Sann- aðist nú sem oftar á voru landi, að á „skammri stundu skipast veður í lofti“. Og annað gerðist, sem oftar mætti gerast. Allir urðu einhuga, samtaka, öllum drunga var af létt, allir tóku gleði sína, allir létu hendur standa fram úr ermum utan húss sem inn- an, og mest um að vera á vellinum, þar sem smiðir og sjálfboða- liðar hömuðust við að hressa upp á allt. Ekkert fór fram hjá litlu fólki í samtvinnaðri, endurvakinni gleði þeirra og fullorðna fólks- ins, og enn var Austurvöllur miðdepill alls, aðalleiksviðið, sem æ fyrr, ef eitthvað var um að vera. Fólk streymdi að hvaðanæva úr bænum, allir sem „vetlingi gátu valdið“. Eg man, að við fengum að standa hjá fullorðna fólkinu, þegar búið var að kveikja á kert- unum, og gátum fylgst með, er æ fleiri Ijós tendruðust í húsum í grendinni. Engin háhýsi byrgðu útsýnina. Og mig rámar í það, að þegar álfafylkingin kom inn á völlinn, hafi faðir minn opnað dyr, sem vissu að svölum á efri hæð hússins, en í þeim voru vængjahurðir, og lofað okkur að standa við opnar dyrnar þarna á stigaganginum, til þess að ekkert færi fram hjá okkur. Við sá- um því ekki að eins öll ljósin, flugeldana — söngurinn og lúðra- hljómurinn barst inn til okkar. Og annað er svo fremur óljóst í minni mínu, vafalaust dottið út af og verið lagður til hvíldar, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.