Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 60
58
hillurnar síðan festar í gluggana, nálægt rúðunum, til þess að
bægja frá þeirri hættu, að kviknaði í gluggatjöldum frá blakt-
andi kertaljósi. Ég þori ekki að fullyrða, að þessar lausahillur
hafi verið smíðaðar vegna aldamótahátíðarinnar, og það hefir
flögrað að mér, að þær kunni að hafa verið í geymslu uppi á háa-
lofti, og þá smíðaðar fyrr, því að ég man, að þær litu ekki þannig
út, að þær væru smíðaðar úr nýhefluðum fjölum. Þær voru grá-
leitar og litu því ekki út eins og þær væru nýjar af nálinni.
Nú skyldi gamla öldin kvödd og nýrri fagnað, ljósum skrýdd
skyldi borgin vera, ljós í hverjum glugga, marglitar pappírs-
luktir á vellinum, skrúðganga, álfakóngur og drottning, ræðuhöld,
söngur, lúðrablástur, og ekki allt talið. Undirbúningur hafði ver-
ið mjög mikill, en svo var að morgni dags á gamlársdag ekki
annað sýnna, en allt væri unnið fyrir gýg. Vonsku austanveður
var að morgni, hvasst, varla stætt á götunum, úrfelli, bleytuhríð,
rigning, — en um kvöldið brá skyndilega til betra veðurs. Sann-
aðist nú sem oftar á voru landi, að á „skammri stundu skipast
veður í lofti“. Og annað gerðist, sem oftar mætti gerast. Allir
urðu einhuga, samtaka, öllum drunga var af létt, allir tóku gleði
sína, allir létu hendur standa fram úr ermum utan húss sem inn-
an, og mest um að vera á vellinum, þar sem smiðir og sjálfboða-
liðar hömuðust við að hressa upp á allt. Ekkert fór fram hjá litlu
fólki í samtvinnaðri, endurvakinni gleði þeirra og fullorðna fólks-
ins, og enn var Austurvöllur miðdepill alls, aðalleiksviðið, sem æ
fyrr, ef eitthvað var um að vera. Fólk streymdi að hvaðanæva úr
bænum, allir sem „vetlingi gátu valdið“. Eg man, að við fengum
að standa hjá fullorðna fólkinu, þegar búið var að kveikja á kert-
unum, og gátum fylgst með, er æ fleiri Ijós tendruðust í húsum
í grendinni. Engin háhýsi byrgðu útsýnina. Og mig rámar í það,
að þegar álfafylkingin kom inn á völlinn, hafi faðir minn opnað
dyr, sem vissu að svölum á efri hæð hússins, en í þeim voru
vængjahurðir, og lofað okkur að standa við opnar dyrnar þarna
á stigaganginum, til þess að ekkert færi fram hjá okkur. Við sá-
um því ekki að eins öll ljósin, flugeldana — söngurinn og lúðra-
hljómurinn barst inn til okkar. Og annað er svo fremur óljóst í
minni mínu, vafalaust dottið út af og verið lagður til hvíldar, en