Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 48

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 48
46 fyrir augum, en hann lauk þeim þó brátt upp aftur. Illar vættir höfðu hér um vilt. Alpastúlkan var horfin, húskofinn var horfinn, vatnið rann niður af berginu auðu og nöktu og snjóað hafði alt í kring; Rúði skalf af kulda, hann var orðinn hold-votur og hringurinn horf- inn, trúlofunarhringurinn, sem Babetta hafði gefið lionum. Byss- an lá í snjónum hjá honum, hann tók hana upp og ætlaði að skjóta, en byssan klikkaði. Vætulegir skýflókar urðu í gjánni kyrrir eins og snjóskaflar; Sundli sat þar í launsátri fyrir hinu máttvana herfangi og niðri í djúpinu heyrðist hlunkur og lét í eyrum sem klettbjarg hryndi og sundurknosaði og sópaði burt með sér öllu því, er stöðva vildi hrap þess. En heima í mylnunni sat Babetta og grét; Rúði hafði ekki komið þar í sex daga, hann, sem órétt hafði, og átt hefði að biðja hana fyrirgefningar, því hún elskaði hann af öllu hjarta. XIII. HEIMA HJÁ MYLNUMANNINUM „Miklar vandræðaskepnur eru þessar manneskjur," sagði stofu- kötturinn við eldhúsköttinn. „Nú er aftur slitnað upp úr milli Rúða og Babettu. Hún er sígrátandi og hann er víst hættur að hugsa um hana.“ „Það get eg ekki liðið,“ sagði eldhúskötturinn. „Eg ekki held- ur,“ sagði stofukötturinn,“ en eg ætla ekki að gráta það. Babetta getur trúlofast honum með kjálkaskeggið rauða. Hann hefir ekki heldur komið hingað síðan hann ætlaði upp á þakið.“ Margt ilt er á seiði og sveimi umhverfis oss jafnt sem innan í oss; til þess hafði Rúði fundið og um það hugsað. Hvað hafði gerst í kringum hann og í honum sjálfum þarna uppi á fjallinu? Voru það sýnir eða sjúkleikaórar, hann hafði aldrei haft sóttir þessar áður eða þess kyns draumóra. Hann hafði fengið innsjón í sjálfan sig, er hann kvað upp dóminn yfir Babettu. Hann hugsaði um ólmandann í sínu eigin hjarta, hinn heita jökulvind, sem þar skall á. Gæti hann nú skriftað alt fyrir Babettu, sem á freistingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.