Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 48
46
fyrir augum, en hann lauk þeim þó brátt upp aftur. Illar vættir
höfðu hér um vilt.
Alpastúlkan var horfin, húskofinn var horfinn, vatnið rann
niður af berginu auðu og nöktu og snjóað hafði alt í kring; Rúði
skalf af kulda, hann var orðinn hold-votur og hringurinn horf-
inn, trúlofunarhringurinn, sem Babetta hafði gefið lionum. Byss-
an lá í snjónum hjá honum, hann tók hana upp og ætlaði að skjóta,
en byssan klikkaði. Vætulegir skýflókar urðu í gjánni kyrrir eins
og snjóskaflar; Sundli sat þar í launsátri fyrir hinu máttvana
herfangi og niðri í djúpinu heyrðist hlunkur og lét í eyrum sem
klettbjarg hryndi og sundurknosaði og sópaði burt með sér öllu
því, er stöðva vildi hrap þess.
En heima í mylnunni sat Babetta og grét; Rúði hafði ekki komið
þar í sex daga, hann, sem órétt hafði, og átt hefði að biðja hana
fyrirgefningar, því hún elskaði hann af öllu hjarta.
XIII.
HEIMA HJÁ MYLNUMANNINUM
„Miklar vandræðaskepnur eru þessar manneskjur," sagði stofu-
kötturinn við eldhúsköttinn. „Nú er aftur slitnað upp úr milli
Rúða og Babettu. Hún er sígrátandi og hann er víst hættur að
hugsa um hana.“
„Það get eg ekki liðið,“ sagði eldhúskötturinn. „Eg ekki held-
ur,“ sagði stofukötturinn,“ en eg ætla ekki að gráta það. Babetta
getur trúlofast honum með kjálkaskeggið rauða. Hann hefir ekki
heldur komið hingað síðan hann ætlaði upp á þakið.“
Margt ilt er á seiði og sveimi umhverfis oss jafnt sem innan
í oss; til þess hafði Rúði fundið og um það hugsað. Hvað hafði
gerst í kringum hann og í honum sjálfum þarna uppi á fjallinu?
Voru það sýnir eða sjúkleikaórar, hann hafði aldrei haft sóttir
þessar áður eða þess kyns draumóra. Hann hafði fengið innsjón
í sjálfan sig, er hann kvað upp dóminn yfir Babettu. Hann hugsaði
um ólmandann í sínu eigin hjarta, hinn heita jökulvind, sem þar
skall á. Gæti hann nú skriftað alt fyrir Babettu, sem á freistingar