Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 83
81
Hvort tveggja, kvæðið og lagið, samófst ást og vonum alda-
mótabarnanna, hins unga Islands, á bláhvíta fáanum, — baráttan
fyrir honum var sterkur þáttur í sjálfstæðisbaráttunni, en önn-
ur gerð varð fyrir valinu, og vonbrigðin voru mörgum sár, og
gleymdust ekki, þótt menn yrðu að sætta sig við þau, en ástin
og trygðin héldust í hugunum, og enn getur að líta bláhvíta fánann
á heimilum úti á landi og hér í höfuðborginni. Fána á heimilum
aldamótabarna, lífs og liðinna, og eru það þá börn þeirra og barna-
börn, sem tekið hafa trygðina í arf. Hug sinn til bláhvíta fánans
hafa Ungmennafélögin sýnt í verki og er það þakkar vert og á
það vonandi þátt í, að ástin helzt í hugum óspillts ungs fólks.
(Sbr. m. a. erindi, sem ég flutti í útvarp: „Þetta var okkar fáni“,
Rökkur. Nýr flokkur I. 1969. Flutt 1966).
Ég vil að það gleymist ekki, að faðir minn taldi Jónas Guð-
laugsson mjög efnilegt skáld, þegar ljóð hans fóru að birtast, og
bar ávallt til hans mjög hlýjan hug, og mér var það vel ljóst, að
það var vegna samúðar hans, sem hann bar fram fyrirspurnina,
sem að framan um getur, við góðkunningja sinn, Kristján Ó. Þor-
grímsson.
Hvern hug Jónas Guðlaugsson bar til föður míns ber kvæðið
>,A Stapa“ fagurt vitni, en það var birt í „Tvístirninu“, ljóðakveri
Jónasar og Sigurðar frá Arnarholti.
Á STAPA
Ljómar sól um sæinn bláa
silfrar jökulennið hátt.
Raula öldur upp við ströndu —
óma fuglasöngvar dátt.
Alls staðar sem augað lítur,
efra og neðra um fold og sæ
ríkir íslenzk sumarsæla,
signir hamra, vík og bæ.
6