Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 16

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 16
14 lá það með sínum grafkyrru snæbylgjum, sem vindurinn við og við blés af einstaka fjúkhnoðra, eins og hann þeytir froðu af bylgjum hafsins. Jöklarnir haldast hér í hendur, ef svo mætti að orði kveða, hver um sig er glerhöll handa jungfrúnni, sem mátt- inn hefir og viljann til að fanga, deyða og dysja. Sólin geislaði frá sér brennandi hita. snjórinn var skínandi hvítur og eins og yfirstráður hvítbláum, blikandi demöntum. Ótal skordýr, einkum fiðrildi og býflugur, lágu unnvörpum dauð á snjónum. Þau höfðu hætt sér of hátt upp eða vindurinn hafði borið þau svo hátt upp, þangað til þau króknuðu í kuldanum. Yfir Wetterhorn hékk ekki ólíkt svörtum og sléttkembdum toglagði, dálítill ískyggilegur ský- hnoðri; hann seig niður, þrunginn af því, sem inni fyrir bjó; það var jökulvindurinn Föhn, sem er svo skelfilegur, þegar hann skell- ur á. Áhrifin af fjallgöngunni, næturgistingin hér efra og veg- ferðin áfram, hinar hyldjúpu f jallagjár, þar sem vatnið um ómuna aldir, sem huga manns sundlar yfir, hafði sagað sundur björgin, alt þetta festi sig ógleymanlega í minni Rúða. Mannautt steinhús fyrir handan snæhafið veitti þeim félögum skjól og hæli til næturgistingar; fundu þeir þar fyrir viðarkol og grenigreinar; var nú kveikt upp bál í snatri og búið til nátt- hvíldar eftir föngum, mennirnir settust við eldinn, reyktu tóbak og drukku hinn heita og grasaða drykk, sem þeir höfðu bruggað sjálfir. Rúði fékk dálítið með af drykknum og var nú talað um hinar huldufullu verur, sem heima eiga í Alpafjöllunum, um ormana í stöðuvötnunum djúpu, um næturliðið, draugaherinn, sem bar sof- andann til undraborgarinnar Feneyja, sem er eins og á floti; um kynjasmalann, sem á að reka svörtu kindurnar sínar yfir afrétt- inn; þó menn hefði ekki séð hjörðina, þá hafði þó heyrst ómurinn af fjárbjöllunum og einhver ámátleg beljun. Rúði hlustaði á þetta með forvitni, en ekki með hræðslu því hræðslu þekti hann ekki; og er hann hlustaði, þótti honum sem hann heyrði þessa ámát- legu forynjulegu beljun, og meira að segja alt af glöggvara og glöggvara; mennirnir heyrðu hana líka, hættu talinu og sögðu Rúða, að hann mætti ekki sofa. Þetta var þá „Föhn“, sem brast á, þessi afskaplegi ofsastorm- ur, sem steypist af fjöllunum ofan í dalinn og mölvar í algleym-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.