Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 62

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 62
60 að fara fyrir mömmu sína vestur í Sjóbúð til þess að sækja mjólk- ina, en athafnamaðurinn Geir Zoega rak ekki að eins verzlun og gerði út skútur, hann rak líka kúabú, og átti stórt og mikið tún, Geirstún, í Vesturbænum (vestan Garðastrætis, sem þá var vitan- lega ekki til). Mér er minnisstæð frá æskuárum þjóðhátíð á Geirstúni, ekki síst minnisstæð fyrir það, að þar fékk ég tækifæri til þess að virða fyrir mér sem mig lysti, mann, sem ég hafði fengið miklar mæt- ur á. Ég sé hann enn fyrir hugskotsaugum mínum, þar sem hann sat á bekk með litlu dóttur sína á hnjánum. Hann var með gömlu stúdentshúfuna sína, sem hann setti upp alloft alla ævina. Það var glaður, broshýr maður, sem sat þarna, og hjalaði við litlu hnátuna sína, og spáði því, að hún yrði landvarnakona. Maður- inn var Bjarni frá Vogi. En ég var á leið vestur í Sjóbúð, þar sem frú Helga mældi sjálf mjólkina í fötuna mína. Mjólkurframleiðendur, sem aflögufærir voru, seldu mjólk, en hún var af skornum skammti, og sparlega með hana farið. Við systkinin fengum aldrei mjólk á mínu heimili, en við fengum smá- lögg í bolla, sem blönduð var vel heitu vatni, og ögn af sykri. Þessi drykkur var stundum kallaður mjólkurte. „En við þrifumst vel á þessu“, sagði Pétur heitinn Halldórsson eitt sinn í viðtali, þar sem þetta bar á góma. En allur almenningur að kalla bjó við algert mjóikurleysi á þessum tíma. Fátæktin var svo mikil og að- staóa þess önnur en hinna efnuðu. Geir heyjaði handa kúm sínum á sínu stóra og mikla túni og var fjós og hlaða örskammt frá íbúðarhúsinu (Vesturgötu 7). Margir, einkum efnamenn, áttu tún, þeirra meðal útvegsbændur, og fleiri, og svo voru allir kálgarðarnir og túnblettirnir við sum kotin, en fram undan var sá tími, er athafnamenn gerðust um- svifamiklir jarðræktarmenn, og ég veit, að þótt gamli tíminn sé eins og lokuð bók fyrir ungu fólki nú, hafi þó sumt í þeirri fylk- ingu heyrt nefnd stórbýlin Rauðará og Laufás. Nú er mest allt farið undir hús, götur og torg, en þó ekki allt, því að það var þar sem Pétur Hjaltested úrsmiður ræktaði sín stóru og miklu tún, er nú er almenningsgarðurinn Miklatún. Og höfuðstaður okkar var fallegur bær, líka á þessum löngu liðna tíma, með græn tún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.