Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 64
62
og meira, uns siglutrén tóku sjó. Sáust mennirnir tínast smám
saman úr reiðanum og hverfa í brimskaflana . . . Þarna háðu 20
menn vonlausa baráttu við dauðann steinssnar frá landi.“
Tvö þilskip fórust í sama veðri á Mýrum vestur. Af þessum
þremur skipum fórust 68 menn.
Nokkur atriði vil ég enn nefna, sem sýna hvað menn áttu enn
við að búa:
Vatn er sótt í brunna. Skólpræsi eru engin. Ekkert gas. Ekkert
rafmagn. Kol notuð til kyndingar eldavéla og ofna. Brennt stein-
olíu til húsalýsinga. Og margt fleira mætti til tína. En mikillar
framfaraaldar er nú ekki ýkja langt að bíða. Að draumar rætist.
Um bættan hag, aukna menningu. Og það er önnur saga og mikil
saga. En gleymum ekki, að hér var lifað menningarlífi, fyrir tíma
hinna stórstigu framfara, en líf margra strit við óblíð kjör.
Og við lýsum því nokkru nánara, lauslega, eins og myndirnar
koma fram í hugann, myndir, sem bregða ættu skímu á kjör fólks-
ins, á heimilunum og við störf, misjöfnum kjörum, velsæld, fátækt,
striti, sem var nánast þrælkun; myndir, sem ef til vill vekja ekki
til áhrifa nú, en höfðu sín óafmáanlegu áhrif á mótun og þroska
aldamótabarnanna, sem á þessum árum voru að vaxa úr grasi,
og ekkert, hvorki illt né gott gat farið fram hjá.
Vatn til notkunar á heimili mínu var sótt í Vatnspóstinn í Aðal-
stræti Það gerði Jón hringjari, því að hann gegndi um skeið
hringjarastarfi við dómkirkjuna, ef til vill í ígripum, en ég man
frá bernsku- og uppvaxtarárum ekki eftir öðrum en Bjarna hringj-
ara í því starfi. Hann var traustur maður og naut virðingar. Jón
var léttur í skapi og gat verið skemmtilegur, einkum ef hann fann
ögn á sér. Tunnu, fötu og handvagn notaði hann við vatnsflutn-
ingana. Handvagninn dró hann á eftir sér, og brá kaðli um öxl
sér, sem festur var í pallbrúnina fremst. Þegar hált var og erfið-
ast að draga vagninn, kvartaði hann stundum yfir, að hann væri
sár í öxlinni. Jón var lítill og grannur og enginn kraftamaður.
Vagninn dró hann að dyrunum á göngum að portinu fyrir aftan
húsið og varð að bera vatnið um þau að skúrdyrunum, en skúr-