Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 91
89
sem biðum eftir blysförinni um kvöldið, gengum með þeim, sem
blysin báru, og komumst mörg alveg að rimlagirðingunni um garð-
inn fyrir framan húsið, og sum næstum að inngöngudyrum. Ég
þekkti auðvitað Gröndal í sjón, hafði oft séð hann á götum úti,
eða á stjákli um f jörurnar með grænu tínuna sína, þegar fjarað
var út. Nógu nálægt var ég til þess að geta virt skáldið gamla
fyrir mér, þar sem hann stóð í dyragættinni, og heyra hann segja
eitthvað klökkum rómi, en ég heyrði einhvern segja á heimleið,
að tárin hefðu runnið niður kinnar hans og hann sagt klökkum
rómi: „Mér finnst ég ekki eiga þetta skílið“.
Ekki man ég hvort ég var þá búinn að læra utan að hið fagra
kvæði hans „Hret“ (Fölnuð er liljan —), en erindið „Uppi á him-
ins bláum boga“ kunni ég, en það var uppáhaldserindi móður minn-
ar, og oft hafði hún, er ég var smáhnokki, hallað mér að barmi
sér og sungið það.
Grein Guðmundar Finnbogasonar fjallaði um skáldskap Grön-
dals. Hún hófst á þessum orðum:
„Sú saga gengur um Gröndal, að hann var einhvern tíma spurð-
ur hvað eitthvað þýddi í ljóðum hans, og hann hefði svarað: Mitt
er að yrkja — ykkar að skilja“. — Sama er mér hvort sagan er
sönn eða login, því að orðin eru eins og Gröndal hefði sagt þau
°g einkenna hann betur en langt mál“.
Ég vil því við bæta, að ég hefi aldrei á langri ævi heyrt þetta
svar eignað öðrum en Gröndal. Ljóðelsk þjóð mundi hið hnittna
svar hans. Það varðþjóðkunnugt. Þjóðin varðveitti það svo vel,
að það hefir lifað í huga hennar til þessa dags, a. m. k. í hugum
Ijóðelskra manna, aðdáenda skáldsins, — þetta svar, hnittið,
stutt, laggott og sérkennandi, og það mun vekja furðu þeirra,
að þessi orð hans skuli nú eignuð öðru skáldi. Það leiddi svo til
bollalegginga, að því er ég hefi heyrt, manna, sem töldu rangt
með farið, en vissu ekki hið rétta, og þegar menn voru að velta
þessu fyrir sér, komu upp tilgátur um, að líklega hefði nú Einar
Benediktsson sagt þetta við einhvern, sem taldi ljóð hans tor-
skilin.
Það þarf vitanlega ekki að gegna neinni furðu, þótt nútíma-
^önnurn sé ókunnugt um margt frá gamalli tíð, sem áður var al-