Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 36
34
efnis og steinninn, er hann sat á, haldandi byssunni alspenntri og
lagðri til hæfis, einblínandi efst upp í glufuna, þar sem arnar-
hreiðrið faldist undir framslútandi berginu. Þeir urðu að bíða
lengi, þeir þrír veiðifélagar.
Loks heyra þeir þyt mikinn í lofti uppi yfir sér, eitthvað stórt
sveif yfir og bar af því skugga í kringum þá. Þremur byssuhlaup-
um í einu var miðað, er stoltar-örnin svarta flaug út úr hreiðrinu;
skotin dundu og eina svipstund hreyfðust útþandir vængirnir, og
því næst lét fuglinn fallast niður hægt og seint eins og mundi
hún með stærð sinni og vængjaþani fylla alla gijúfrageilina og í
falli sínu hrífa veiðimennina með sér. Örninn sökk niður í djúpið
og brakaði þá í trjágreinum og runnum, sem brotnuðu af fallþunga
fuglsins.
Og nú varð nóg að gera; þrír lengstu stigarnir voru festir sam-
an; var ætlast til að þeir næðu alla ieið upp; þeir voru settir við
ystu fótfestuna á barmi afgrunnsins, en þeir náðu ekki algjörlega
upp; standbergið meitilslétt gekk hærra upp þangað, sem hreiðrið
var fólgið undir bergsnösinni, sem fram yfir slútti og var því til
skýlis.
Eftir nokkra ráðslögun varð sú niðurstaðan, að eina úrræðið
væri að hleypa niður í gjána tveimur samfestum stigum og koma
þeim í samband við þá þrjá, sem þegar voru reistir neðan frá.
Með miklum erfiðismunum tókst að koma hinum tveimur stig-
unum efst upp og að festa þar kaðlana; stigunum var skotið út
fyrir framskagandi klettinn og héngu þeir þar í lausu lofti mitt
yfir flugdjúpinu; Rúði sat þegar í neðsta haftinu. Það var níst-
ings kuldi um morguninn, og hófu sig þokuslæður upp úr svörtu
afgrunninu. Rúði sat þar eins og fluga situr á vippandi hálmlegg,
sem hreiðurbyggjandi fugl hefir tapað á efsta þremi gnæfandi
verksmiðjuskorsteins, flugan getur aftur flogið, þegar hálmlegg-
urinn losnar frá, en Rúði gat að eins hrapað ofan og drepið sig.
Vindurinn hvein í kringum hann og niðri í afgrunninu beljaði
vatnaflaumurinn úr þiðnandi jöklinum, aðseturshöll ísjungfrúar-
innar.
Nú lét hann stigann sveiflast með sig, eins og köngulóin gerir,
þegar hún frá sínum langa, svífandi þræði vill ná föstu taki á ein-
hverju, og er Rúði snart í fjórða sinn hið efsta af samfeldu stig-