Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 100
98
ARNARHJÓNIN
Dagarnir líða einn af öðrum.
örninn situr með stýfðum fjöðrum.
Nætur bjartar og norðrið þráir,
nöpur er vistin, ófrelsið háir
loftsins fullhuga. Fuglanna gramur
fangi er 1 búri. Aldrei samur
frá þeirri stund, er þeir vilt’ann, veidd’ann,
verður jöfurinn, svo þeir meidd’ann,
stýfðu vængina, særðu hans sál,
sugu út vængsins logheitt stál.
Því líða dagarnir einn sem aðrir-
Ergi er í skapi, því stýfðar fjaðrir
og vængirnir breiðu brotið ei fá
brandana, hlekkina. Þó er hans þrá
sterkari, efldari, óðari en áður.
Órór, viltur, í lundu bráður
sitr’ann á tilbúnum steini og stýfðar
stóru fjaðrirnar, brotnar, ýfðar,
reitir ’ann, rífur ’ann risi stallanna.
Röm er þráin til bláu fjallanna.
Skapið eitt ónógt er brandana að brjóta.
Brakar í viðum, en kraftarnir þrjóta
arans, er reynir hann síðasta sinni. —
Situr hann hnípinn, lokaður inni.
Af nýju, andartak, logar upp lundin,
leiftrar í augum hans dauðinn, — sundin
opnast sem snöggvast. Snarpa, stríða
stórbylji lítur hann grundina hýða:
Nú sveiflar hann vængjunum veðrinu móti,
veður fram í byljanna róti.