Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 46

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 46
44 Efra uppi sáust tvær gemsur. Brá þá feginsbirtu yfir augu Rúða, og hugur hans tókst á nýtt flug, en hann var ekki nógu nálægt til þess að geta verið viss um, að skotið hæfði. Fór hann því hærra upp, þangað sem ekkert óx, nema einstöku grastoppar innan um klappirnar; gemsurnar gengu spakar á hjarnbreiðunni; þokuskýin sigu niður í kringum hann, og alt í einu bar fyrir fram- undan honum þverbratt hamrabjarg; kom þá á dynjandi rigning. Hann kenndi brennandi þorsta, hita í höfði og kuldahryllings í öllum limum; hann þreif til veiðipelans, en hann var tómur; hann hafði ekkert munað eftir honum, þegar hann ofsaðist upp í fjöllin. — Hann hafði aldrei kent sér meins, en nú fann hann til sjúkleika; hann var þreyttur og langaði til að fleygja sér niður, en alt var löðrandi í vætu. Hann reyndi að stæla sig upp, en alt iðaði og riðaði svo undarlega fyrir augum hans. En þá sá hann alt í einu nokkuð, sem hann hafði aldrei séð á þessum stað. Það var lágt hús, nýsmíðað, fast upp við hamarinn, og í dyrunum stóð ung stúlka; honum sýndist það vera Anetta, dóttir skóla- meistarans, sú, er hann eitt sinn hafði kyst í dansinum, en það var nú samt ekki Anetta, en séð hafði hann stúlkuna áður, ef til vill við Grindelwald kvöldið góða, þegar hann kom frá markskota- hátíðinni í Interlaken. ,,Hvaðan ber þig að?“ spurði hann. ,,Eg á hér heima og gæti hjarðar minnar!" „Hjarðar þinnar? Hvar er hún á beit? Hér er ekkert nema tómur snjór og klettar." „Þú ert fróður, kalla eg,“ sagði hún og hló. „Hérna að baka til, dálítið neðar, er ljómandi hagbeit. Þar ganga geiturnar mínar. Eg gæti þeirra vel og týni engri. Það, sem er mitt, það er og verð- ur mitt.“ „Þú ert státin,“ sagði Rúði. „Það ert þú líka,“ ansaði stúlkan. „Ef þú hefir mjólk fyrir hendi, þá gefðu mér að drekka, eg er aðfram kominn af þorsta.“ „Ef hef nokkuð, sem betra er en mjólk,“ mælti stúlkan, ,,og það skaltu fá. Hér voru ferðamenn í gær með fylgdarmanni, þeir létu óvart verða hér eftir hálfa flösku af víni, það er svo gott vín, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.