Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 46
44
Efra uppi sáust tvær gemsur. Brá þá feginsbirtu yfir augu
Rúða, og hugur hans tókst á nýtt flug, en hann var ekki nógu
nálægt til þess að geta verið viss um, að skotið hæfði. Fór hann
því hærra upp, þangað sem ekkert óx, nema einstöku grastoppar
innan um klappirnar; gemsurnar gengu spakar á hjarnbreiðunni;
þokuskýin sigu niður í kringum hann, og alt í einu bar fyrir fram-
undan honum þverbratt hamrabjarg; kom þá á dynjandi rigning.
Hann kenndi brennandi þorsta, hita í höfði og kuldahryllings
í öllum limum; hann þreif til veiðipelans, en hann var tómur;
hann hafði ekkert munað eftir honum, þegar hann ofsaðist upp
í fjöllin. — Hann hafði aldrei kent sér meins, en nú fann hann til
sjúkleika; hann var þreyttur og langaði til að fleygja sér niður,
en alt var löðrandi í vætu. Hann reyndi að stæla sig upp, en alt
iðaði og riðaði svo undarlega fyrir augum hans. En þá sá hann
alt í einu nokkuð, sem hann hafði aldrei séð á þessum stað. Það
var lágt hús, nýsmíðað, fast upp við hamarinn, og í dyrunum
stóð ung stúlka; honum sýndist það vera Anetta, dóttir skóla-
meistarans, sú, er hann eitt sinn hafði kyst í dansinum, en það
var nú samt ekki Anetta, en séð hafði hann stúlkuna áður, ef til
vill við Grindelwald kvöldið góða, þegar hann kom frá markskota-
hátíðinni í Interlaken.
,,Hvaðan ber þig að?“ spurði hann.
,,Eg á hér heima og gæti hjarðar minnar!"
„Hjarðar þinnar? Hvar er hún á beit? Hér er ekkert nema
tómur snjór og klettar."
„Þú ert fróður, kalla eg,“ sagði hún og hló. „Hérna að baka til,
dálítið neðar, er ljómandi hagbeit. Þar ganga geiturnar mínar.
Eg gæti þeirra vel og týni engri. Það, sem er mitt, það er og verð-
ur mitt.“
„Þú ert státin,“ sagði Rúði.
„Það ert þú líka,“ ansaði stúlkan.
„Ef þú hefir mjólk fyrir hendi, þá gefðu mér að drekka, eg er
aðfram kominn af þorsta.“
„Ef hef nokkuð, sem betra er en mjólk,“ mælti stúlkan, ,,og það
skaltu fá. Hér voru ferðamenn í gær með fylgdarmanni, þeir létu
óvart verða hér eftir hálfa flösku af víni, það er svo gott vín, að