Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 29
27-
borið, og Babetta hringdi við hann glasi, og hann þakkaði fyrir
skálina.
Um kvöldið gengu þau öll eftir hinum fagra vegi fram með gisti-
höllunum glæsilegu, undir valhnotutrjánum gömlu, og var þar líka
fólksgrúi, slík mannþrengsli, að Rúði varð að bjóða Barbettu arm-
inn. Hann kvaðst vera svo hjartans feginn að hafa hitt fólk frá
Vaud. Vaud og Wallis væri nágrannakantónur. Hann lýsti þeirri
gleði sinni svo innilega, að Barbettu fannst, að hún yrði að taka
í höndina á honum fyrir það. Þau gengu þar eins og gamlir kunn-
ingjar, og hún var svo skrítin og skemtileg, þessi indæla stúlka;
henni fór það svo undur vel, að því er Rúða fanst, þegar hún var
að benda á það, sem hlægilegt var og sundurgerðarlegt í klæða-
burði og fari hinna aðkomnu hefðardrósa, en það átti alls ekki að
vera til að gera gys að þeim; það gætu verið bestu manneskjur
fyrir því, blessaðar og elskulegar, það þóttist Babetta vita; hún
ætti guðmóður, sem væri ein svona sérlega mikils háttar ensk
hefðarkona. Hún hefði verið stödd í Bex fyrir átján árum, þegar
Babetta var skírð; hún hefði gefið sér fallegu nálina, sem hún
bæri á brjóstinu. Tvisvar hafði guðmóðir hennar skrifað, og núna
í ár hefðu þeir hérna í Interlaken mætt henni með dætrum hennar,
sem væru gamlar stúlkur, eitthvað um þrítugt; hún var sem sé
ekki nema átján ára sjálf.
Ekki stóð á henni litli, sæti munnurinn svo mikið sem augna-
blik, og alt sem Babetta sagði, lét í eyrum Rúða eins og eitthvað
stórmerkilegt, og hann sagði henni aftur það, sem hann hafði til
frásagna, hversu oft hann hafði komið til Bex, hve vel hann þekti
mylnuna, og hversu hann hafði margsinnis séð Babettu, en hún
líklegast aldrei tekið eftir sér, og núna seinast þegar hann hefði
komið að mylnunni og verið mikið niðri fyrir, sem hann gæti ekki
látið uppi, þá hefðu þau bæði, hún og faðir hennar, verið langt í
burtu, en reyndar ekki lengra en svo, að klifra mætti yfir múrinn,
sem lengdi leiðina.
Já, þetta sagði hann og hann sagði svo mikið og margt; hann
sagði henni, hve vel sér litist á hana, og að það hefði verið hennar
vegna, en ekki skotmannafundarins, að hann hafði komið.
Og meðan þau voru á göngu sinni, hné sólin að f jallabaki. Jung-
frúin gnæfði í skínandi geislaljóma mitt í skóggrænum kransi