Rökkur : nýr flokkur

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Qupperneq 29

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Qupperneq 29
27- borið, og Babetta hringdi við hann glasi, og hann þakkaði fyrir skálina. Um kvöldið gengu þau öll eftir hinum fagra vegi fram með gisti- höllunum glæsilegu, undir valhnotutrjánum gömlu, og var þar líka fólksgrúi, slík mannþrengsli, að Rúði varð að bjóða Barbettu arm- inn. Hann kvaðst vera svo hjartans feginn að hafa hitt fólk frá Vaud. Vaud og Wallis væri nágrannakantónur. Hann lýsti þeirri gleði sinni svo innilega, að Barbettu fannst, að hún yrði að taka í höndina á honum fyrir það. Þau gengu þar eins og gamlir kunn- ingjar, og hún var svo skrítin og skemtileg, þessi indæla stúlka; henni fór það svo undur vel, að því er Rúða fanst, þegar hún var að benda á það, sem hlægilegt var og sundurgerðarlegt í klæða- burði og fari hinna aðkomnu hefðardrósa, en það átti alls ekki að vera til að gera gys að þeim; það gætu verið bestu manneskjur fyrir því, blessaðar og elskulegar, það þóttist Babetta vita; hún ætti guðmóður, sem væri ein svona sérlega mikils háttar ensk hefðarkona. Hún hefði verið stödd í Bex fyrir átján árum, þegar Babetta var skírð; hún hefði gefið sér fallegu nálina, sem hún bæri á brjóstinu. Tvisvar hafði guðmóðir hennar skrifað, og núna í ár hefðu þeir hérna í Interlaken mætt henni með dætrum hennar, sem væru gamlar stúlkur, eitthvað um þrítugt; hún var sem sé ekki nema átján ára sjálf. Ekki stóð á henni litli, sæti munnurinn svo mikið sem augna- blik, og alt sem Babetta sagði, lét í eyrum Rúða eins og eitthvað stórmerkilegt, og hann sagði henni aftur það, sem hann hafði til frásagna, hversu oft hann hafði komið til Bex, hve vel hann þekti mylnuna, og hversu hann hafði margsinnis séð Babettu, en hún líklegast aldrei tekið eftir sér, og núna seinast þegar hann hefði komið að mylnunni og verið mikið niðri fyrir, sem hann gæti ekki látið uppi, þá hefðu þau bæði, hún og faðir hennar, verið langt í burtu, en reyndar ekki lengra en svo, að klifra mætti yfir múrinn, sem lengdi leiðina. Já, þetta sagði hann og hann sagði svo mikið og margt; hann sagði henni, hve vel sér litist á hana, og að það hefði verið hennar vegna, en ekki skotmannafundarins, að hann hafði komið. Og meðan þau voru á göngu sinni, hné sólin að f jallabaki. Jung- frúin gnæfði í skínandi geislaljóma mitt í skóggrænum kransi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.