Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 128
Skýringar og athugasemdir
Alpaskyttan. Þýðing föður míns á sögunni kom fyrst út sér-
prentuð 1929, úr Vísi, og ný útgáfa á árum síðari heimsstyrjaldar.
— Söguna las ég í útvarp s.l. sumar.
Endurminningar, bls. 56. Húsið var upphaflega einlyft, eins og
mörg íveruhús hér í bænum forðum daga, grindin var traust
bjálkagrind og hlaðið múrsteinum milli stoðanna, og vakti það
furðu mína, þegar ég var ungur drengur, er smiðir unnu innan-
húss að einhverri viðgerð. Faðir minn erfði húsið eftir föður sinn,
og lét lengja það og byggja ofan á það. Voru tvær íbúðir í hús-
inu eftir það. Hús það, sem Silli og Valdi verzluðu í langa hríð
(við Aðalstræti), stendur enn. Það er með sama byggingarlagi og
hús afa míns og föður var upphaflega og verður vafalaust varð-
veitt.
Bls. 57. Það var tíðast hornaflokkur Helga Helgasonar tónskálds
sem lék á Austurvelli, en stundum hornaflokkur eða lúðrasveitir
danskra varðskipa.
Bls. 60. Pétur Halldórsson, fyrrum bóksali og síðar borgarstjóri
Reykjavíkur.
Meðal leigjenda, er ég var smáhnokki og um fjölmörg ár, var
frú Ásta Hallgrímsson læknisekkja, sem ég hefi áður minnst, síð-
ar Vigfús Einarsson skrifstofustjóri og Hallur Hallsson tann-
læknir, en fyrir mitt minni Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup,
áður en hann byggði Laufás. Foreldrar mínir fengu allt af hesta
í „útreiðartúra“ hjá „séra Þórhalli“, en svo var hann almennt
kallaður og það eftir að hann varð lektor við Prestaskólann, en
það hús stendur enn (við Austurstræti), en ekki í sinni upphaf-