Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 47
45
slíkt hefir þú aldrei smakkað; ekki koma þeir að sækja það og ekki
drekk eg það; drekk þú það.“
Og hún kom með vínið, helti því í tréskál, og rétti Rúða.
„Þetta er gott vín,“ sagði hann, „aldrei á æfi minni hefi eg
smakkað svo hitamikið og eldfjörgandi vín.“
Augu hans geisluðu og það færðist í hann slíkur lífsþróttur
og eldmóður, að það var sem allar sorgir og áhyggjur væru horfn-
ar út í veður og vind; það var manneðlið með sínum óskerta frísk-
leika, sem spriklaði í honum.
,,En hvað sé eg? Þetta er þá Anetta, skólameistaradóttuún,"
kallaði hann. „Gefðu mér einn koss!“
„Já, en gefðu mér þá fallega hringinn, sem þú hefir á hendinni!“
„Festargullið mitt!“
„Já, einmitt það,“ sagði stúlkan og skenkti vín á skálina og bar
hana að vörum hans og hann drakk. Lífsgleðin streymdi í blóð
hans, honum þótti sem hann ætti alla veröldina; því skyldi maður
þá vera að kvelja sjálfan sig? Allir hlutir eru til þess ætlaðir, að
þeirra sé notið og að þeir geri oss sæla. Straumur lífsins er straum-
ur gleðinnar, að hrífast með af þeim straumi og berast með hon-
um, það er sælan. Hann horfði á yngisstúlkuna, það var Anetta
og þó ekki Anetta, og enn síður töfrasjónhverfingin, kersknis-
svipurinn, sem hann hafði mætt við Grindelwald; stúlkan hérna
á fjallinu var hrein og skær sem nýfallinn snjór, væn og vöxtu-
leg sem Alparósin og létt á sér sem kið, sköpuð þó af rifi Adams,
hvað sem öðru leið, og mannsvera einsog Rúði. Og hann umvafði
hana örmum sínum og horfði inn í hennar undurskæru augu, að-
eins eina sekúndu var það, já, hver getur útskýrt það eða komið
orðum að því, var það andans líf eða dauðans líf, sem fylti hann?
Var honum lyft upp eða sökk hann niður í hina djúpu, freyðandi
ísgjá, dýpra og dýpra? Hann sá ísvegginn eins og blágrænt gler;
endalausar gjár og gljúfur ginu alt umhverfis, og vatnið draup
niður klingjandi eins og klukkuspil, og þar með svo perluskært
og lýsti með hvítum, bláhvítum logum; ísjungfrúin kysti Rúða
og sá koss nísti hann allan með ískulda gegnum merg og bein
og lagði frarn í ennið, hann æpti upp yfir sig við stinginn, reif
sig lausan, riðaði á fótum og byltist til jarðar; honum sortnaði