Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 124
122
„Veitist mér sú ánægja, að ávarpa Madame Varia?“ spurði Her-
kúles kurteislega.
Hún hristi höfuðið og brosti:
„Eg skil ekki frönsku,“ sagði hún á spönsku.
Herkúles leit athugandi augum á stúlkuna-
Hann sá greinilega, að enn eimdi af áhrifum sterkra eiturlyfja,
því að stúlkan var sljóleg og sinnulaus.
„Mademoiselle Pepita Varia?“ sagði hann kurteislega með
spurnarhreim í röddinni.
Mærin horfði sljólega á hann.
„Hún talar ekki frönsku,” sagði Varia.
„Kannske hún tali ensku?“ sagði Herkúles. „Nú — leyfið mér
að spyrja, ávarpa eg Miss Varia — ?“
Það var eins og stúlkan yrði fjörlegri í einni svipan.
„Nei, nei,“ sagði hún í hálfum hljóðum, það er ekki ættarnafn
mitt.“
„Mér hafði skilist, að þessi unga stúlka væri dóttir yðar?“
„Hún er dóttir mín?“
„Samt kveðst hún ekki heita Varia?“
Konan, sem nú gleymdi því, að hún hafði rétt áður sagt, að
hún kynni ekki frönsku greip fram í og sagði: „Hún er stjúp-
dóttir mannsins míns, herra — dóttir mín af fyrsta hjónabandi.“
„A-ha,“ sagði Herkúles — „mér skilst þá, herra minn, að þér
hafið gengið mærinni í föðurstað, en eftir vegabréfinu að dæma
er hún dóttir yðar, og franska lögreglan getur ekki komist hjá
að taka þetta til alvarlegrar íhugunar. Afsakið mig andartak —“
Hann gekk skyndilega inn í hitt herbergið, opnaði dyrnar út í
göngin.
„Komið inn hingað,“ kallaði hann og læknirinn, sem beðið hafði
í göngunum, kom þegar inn. Popeau kom því næst aftur, tók í
handlegg stúlkunnar og leiddi hana inn til læknisins, og lokaði
svo dyrunum milli herbergjanna.
Varia og kona hans horfðu á hann óttaslegin.
Loksins — því að Herkúles mælti ekki orð af vörum — en þögn-
in var geigvænlegri en hinar þyngstu ásakanir — tók Varia til
máls titrandi röddu: