Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 52
50
Hann var þegar niðri í stofunni, þegar hún kom ofan, og innan
stundar var haldið af stað til Villeneuve. Þau voru bæði svo sæl
og ánægð og það var mylnumaðurinn líka, hann hló og lék við
hvern sinn fingur, hann var góður faðir og heiðurskarl í hverja
taug.
,,Nú erum við húsbændurnir," sagði stofukötturinn.
XV.
NIÐURLAG
Dagur var ekki enn að kvöldi kominn, þegar þau þrjú glöð og
ánægð sátu að borðhaldi sínu í Villeneuve. Mylnumaðurinn sett-
ist í hægindastólinn með pípuna sína og sofnaði sér dálítinn lúr.
Ungu hjónin gengu saman út fyrir bæinn og leiddust eftir akveg-
inum, sem liggur undir klettunum skógvöxnu með fram stöðu-
vatninu blágræna og djúpa. Chillons-kastalinn grámúraði og ömur-
legi speglaðist með sínum svirgulslegu turnum í tæru vatnsdjúp-
inu: enn þá nær lá eyjan litla með þremur akasíutrjánum; hún var
til að líta eins og fljótandi blómvöndur í vatninu.
,,Það hlýtur að vera indælt þar vfir frá,“ sagði Babetta og aftur
fýsti hana ákaft að koma þangað og þeirri ósk var hægt að full-
nægja þegar í stað; bátur lá við bakkann; hægt að leysa snæris-
spottann, sem hann var bundinn með, og svo var báturinn tekinn
umsvifalaust. Rúði var allknár ræðari, óhætt um það.
Árarnar þrifu í vatnið sem uggar á fiski, í vatnið, sem lætur
svo þýðlega undan, en er þó svo aflramt, það er alsendis bak til
að bera, alsendis hvoftur til að gleypa, hýrt brosandi og mjúk-
leikinn sjálfur og þó ógnskelfandi, hríðeflt og hamramt til að
brjóta í spón. Báturinn dró eftir sér löðrandi varrsíma og var á
fáum mínútum kominn yfir til eyjarinnar með ungu hjónin og
stigu þau þar á land. Var þar ekki rýmra en svo, að mátulegt
danssvæði var fyrir þau tvö.
Rúði sveiflaðist með Babettu í dansi hringsvæðis nokkrum sinn-
um og settust þau síðan á dálítinn bekk undir niðurlafandi grein-