Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 127
125
leiðslu. Unnusti hennar var að reyna að láta í ljós þakklæti sitt
og sagði svo:
„Pepita — þakkaðu björgunarmanni þínum.“
Hún gekk feimnislega til Herkúlesar, hin fíngerða og grann-
vaxna mær, og Herkúles, „leynilögreglu-risinn“, eins og hann hafði
verið kallaður þegar hann var upp á sitt besta, tók utan um hana
og kysti hana að frönskum sið á báðar kinnar.
„Guð blessi yður, barnið gott,“ sagði hann, „Munið, að mér
væri geðfeldast, ef þér þökkuðuð mér með því, að reyna að gleyma
sem fyrst því sem gerðist í Hótel Paragon, áður en eg leiddi yður
á fund unnusta yðar. Munið aðeins — varðveitið —“
„Hvað?“ spurði hún og var nú fjörlegri en hún hafði áður verið.
fegurstu minninguna — um ástvinafund í ferðalok.“
ENDIR.
*
BELLOC LOWNDES var fæddur 1870, dáinn 1953. í New Standard
Encyclopediu er nánar frá honum sagt. Hann varð kunnur sem
Ijóðskáld rúmlega hálfþrítugur (1896, The Bad Child’s Book of
Beasts), sem lýsir honum vel sem duttlungafullu, hæðnu og
fyndnu skáldi, og sömu einkenni séu á bók hans „Cautionary
Tales“, en hún kom út 1906. En þessi mikilvirki rithöfundur rit-
aði einnig skáldsögur, ritgerðir, sagnfræðilegar bækur og ferða-
bækur, ævisögur. Einnig var hann gagnrýnandi. Hann var mikill
vinur G- K. Chestertons, sem var víðfrægur samtímarithöfundur,
°g báðir komu þeir fram sem málsvarar rómversk-kaþólsks við-
horfs. — Hann hét fullu nafni Pierre Hilaire Belloc, var faðir hans
fnanskur, en móðirin ensk. Menntun hlaut hann í Oxford, lauk
þaðan prófi 1895, og sjö árum síðar fékk hann brezk borgaraleg
réttindi. — I Sögusafni Rökkurs III. b. var birt sagan „Ólæstar
(iyr“, eftir frú Belloc Lowndes, systur höfundarins. Eftir hana
^ggja um 30 bækur, margar um dulræn efni.