Milli mála - 2022, Page 18

Milli mála - 2022, Page 18
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 17 2014). Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir helstu hugtökum og heitum sem lýsa nálguninni sem býr að baki rannsóknaraðferðinni. Ljóst má vera að mikilvægt er að samræmi sé í merkingu og notkun hugtaka og heita sem stuðst er við hjá hinum ýmsu verkefnahópum í rannsóknarnetinu svo að unnt sé að greina gögn og túlka þau á vísindalegan hátt þvert á landamæri þjóða. Málhafi er lykilhugtak í lýðfræðimálvísindum. Málhafinn sem er í brennidepli í þessari rannsókn útleggst sem íslenskur málhafi sem talar spænsku. Hér er annars vegar átt við þann sem kann eða notar spænsku á Íslandi (= spænskumælandi á Íslandi) og hins vegar þann sem hefur íslenskt ríkisfang og býr í spænskumælandi landi (= Íslendingur sem talar spænsku). Rétt er að benda á að skiptar skoð- anir eru um hvernig beri að skilja hugtakið „spænska“ eða „spænsk tunga“. Moreno Fernández og Otero Roth (1988, 2006) telja að setja megi öll svæðisbundin afbrigði spænsku undir sama hatt, hvort sem málið er talað í Evrópu, Ameríku eða Afríku,16 eða hvort um ræðir kreólamál, sem byggir á spænskum grunni,17 eða gyðingaspænsku (sp. judeoespañol) sem fyrirfinnst í ýmsum afbrigðum víða um ver- öld.18 Helstu rök þeirra eru sú að spænska, ólíkt ýmsum öðrum tungumálum, sé með svipuðu formi í hinum víðfeðma spænsku- mælandi heimi, einkum þegar litið er til staðalmálsins, og hafi öll helstu einkenni koinemáls eða mállýskusamfellu. Í rannsókninni er þessi skilgreining þeirra höfð til hliðsjónar.19 Annað lykilhugtak í fræðunum sem lýtur að flokkun málhafa er hæfnisvið. Hér er átt við færni málhafa, þ.e. þá hæfni að nota tungu- málið á réttan og viðeigandi hátt í tjáskiptum almennt. Móður- málshafar hafa alla jafna fullkomið vald á móðurmálinu. Öðrum sem ekki hafa fullt vald á spænsku er skipað á ýmis færnistig. Rétt er að nefna einnig hugtakið móðurmálshafi en í þessari rannsókn er stuðst við útskýringu Swann og fleiri (2004, sjá native speaker, language) þar 16 Í Miðbaugs-Gíneu og Marokkó. 17 Til dæmis papiamento á eyjunum Arúba, Bonaire og Curaçao í Karíbahafi, palenquero í Kólumbíu og chabacano á Filippseyjum. 18 Spænskum gyðingum (sp. sefardíes) var gert að taka kristna trú eða yfirgefa Spán árið 1492. Þeir sem fóru úr landi settust m.a. að í Marokkó og í Tyrkjaveldi. Enn þann dag í dag fyrirfinnast sam- félög spænskra eða sefardískra gyðinga, t.d. í Grikklandi og Tyrklandi, sem tala og skrifa afbrigði spænsku sem kallast m.a. judeoespañol eða lengua sefardí. 19 Bravo García notar hugtakið español internacional, eða alþjóðleg spænska (2008). ERLA ERLENDSDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG NÚRIA JIMÉNEZ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.