Milli mála - 2022, Síða 19
MILLI MÁLA
18 Milli mála 14/2/2022
sem heitið er skilgreint sem sá einstaklingur sem tileinkar sér ákveðið
tungumál, eða afbrigði þess, með eðlilegum hætti á máltökuskeið-
inu, innan veggja heimilisins, í málsamfélaginu eða með skólagöngu.
Hvað snertir stöðu spænsku sem „alþjóðlegs tungumáls“ þá ein-
skorðast gagnaöflunin ekki einungis við málhafa sem hafa spænsku
að móðurmáli, fyrsta máli, aðalmáli eða ríkjandi máli, heldur nær
hún einnig til þeirra sem eru að tileinka sér málið, eru að týna niður
málinu,20 eru tvítyngdir og hafa spænsku sem sitt annað móðurmál,
nota málið atvinnu sinnar vegna eða við ákveðnar kringumstæður
(Moreno Fernández 2020, 92).
Hvað varðar lýðfræðileg málvísindi, þ.e. hvernig málhafar eru taldir
og flokkaðir, þá er í rannsóknarverkefninu unnið með þeim hætti
að málhafar eru flokkaðir eftir færnistigum sem myndrænt má setja
upp í hringrit þar sem koma saman þrír hjámiðja hringir: Innstur er
kjarninn, þá er innri hringur sem umlykur innsta hringinn og síðan
sá þriðji og ysti sem umlykur báða hringina að hluta (mynd 1).
Mynd 1: Skipting málhafa.
Samkvæmt Moreno Fernández og Otero Roth (2006, 16) vísar hver
hringur til stöðu málhafa í menginu spænskumælandi málhafar. Í
innsta hring falla móðurmálshafar, eða MMH. Undir miðhring heyra
málhafar með takmarkaða málfærni, eða MTM. Í ysta hring eru
þeir sem hafa tileinkað sér eða eru að tileinka sér málið, eða AMM.
Þannig samanstendur þetta málamengi fyrst og fremst af virkum
20 Þ.e. fyrning málakunnáttu.
DRÖG AÐ KORTLAGNINGU SPÆNSKU Á ÍSLANDI
10.33112/millimala.14.1.2