Milli mála - 2022, Page 43
MILLI MÁLA
42 Milli mála 14/2/2022
orð koma fyrir í föstum orðasamböndum, sérstaklega ef þau eru
sjaldgæf í tungumálinu, t.d. er algengt að rekast á mata krókinn í
stað maka krókinn. Einnig kemur fyrir að föstum orðasamböndum sé
blandað saman og er það nefnt samsláttur (Sverrisdóttir 2009, 154).
Dæmi um samslátt væri til dæmis að kalt vatn renni á milli stafs og
hurðar. Þarna hefur slegið saman föstu orðasamböndunum kalt vatn
rennur milli skinns og hörunds og lenda á milli stafs og hurðar (Gísli
Jónsson 1996). Samsláttur og ámóta ruglingur kemur sjaldan fyrir í
orðapörum og má segja að merking orðapara sé oftast gagnsærri en
annarra fastra orðasambanda.
Þeir eiginleikar orðapara, þ.e. hversu stutt þau eru alla jafna,
að búa yfir litlu orðtakseðli og innihalda sjaldan stakyrði eru e.t.v.
ástæða þess að þau eru algeng og vinsæl í talmáli. Þau eru því mjög
ákjósanleg í kennslu erlendra tungumála þar sem nemendur geta
auðveldlega náð tökum á notkun þeirra og merkingu.
Orðapör eru litrík, krydda málið og koma oft í stað eins orðs.
Dæmi þar um er eftirfarandi:
(1) Harpa hjálpaði bróður sínum mikið þegar hann lenti í erfið-
leikunum.
Hér mætti notað orðið stoð eða orðaparið stoð og stytta í þessari sömu
merkingu.
(2) Harpa var bróður sínum stoð þegar hann lenti í erfiðleikunum.
(3) Harpa var bróður sínum stoð og stytta þegar hann lenti í
erfiðleikunum.
Með því að nota stoð og stytta í stað hjálpaði eða vera e-m stoð er lögð
áhersla á merkinguna og setningin verður áhrifaríkari þar sem notuð
er myndlíking, einnig er stuðlasetning til staðar í orðaparinu. Þá
má nefna að í orðapörum eru kjarnaorðin oft samheiti, skyld orð eða
andheiti, endurtekningar sem ætlað er að undirstrika merkinguna
eða skírskota til víðara samhengis. Dæmi um þetta er að finna í orða-
pörunum upp á æru og trú og undur og stórmerki þar sem koma fyrir
orð sem eru merkingarlega skyld. Í orðapörum þar sem kjarnaorðið er
ekki endurtekið heldur er um tvö mismunandi kjarnaorð að ræða er
HÖND Í HÖND, MANO A MANO, HAND IN HAND
10.33112/millimala.14.1.3