Milli mála - 2022, Page 45
MILLI MÁLA
44 Milli mála 14/2/2022
fjölmiðlum og talmáli svo nokkur dæmi séu nefnd. Enn fremur séu
orðapör mynduð „ad hoc“. Müller bendir einnig á þá staðreynd að
sum orðapör og notkun þeirra sé á gráu svæði þar sem ekki sé alltaf
unnt að henda reiður á hvort um „eiginlegt“ orðapar eða upptalningu
eða endurtekningu sé að ræða (Müller 2009, 16). Það er engum
blöðum um það að fletta að stutt og laggott eða fír og flamme eru orða-
pör. Þetta er ekki eins augsýnilegt hjá gamall og hrumur. Eðli orðapara
er einnig þannig að erfitt, jafnvel ógerlegt, getur verið að segja fyrir
um hvernig þau mynduðust upprunalega, eða hvaða orð verða fyrir
valinu þegar orðapör eru smíðuð.
Eins og áður var vikið að gegna orðapör stílfræðilegu hlutverki
og koma oft fyrir í bókmenntatextum, ekki síst í þjóðsögum og
ævintýrum eins og sést í eftirfarandi tilvitnun: „Nú riðu þeir lengi,
lengi þangað til þeir sáu eina hind með gullhring um hornin.“ (Jón
Árnason 1854, 2. bd. bls. 360.) „Und ging fort lange, lange Wege, bis
sie endlich zu dem Schloß kam, wo beide zusammen lebten.“ (Grimm
1991, 436.) „Og Mjallhvít hvíldi síðan lengi, lengi í kistunni ...“ segir
í spænskri þýðingu ævintýrisins: „Blancanieves estuvo mucho, mucho
tiempo en el féretro …“ (Hermanos Grimm 1812.)
Í umfjöllun um orðapör þar sem fyrir koma mismunandi kjarna-
orð í orðapörum (Erlendsdóttir og Sverrisdóttir 2021) var einungis
lítillega vikið að orðapörum þar sem kjarnaorðið er endurtekið. Nú
verður athyglinni beint að síðarnefndu gerðinni með það fyrir augum
að gera þessu sviði innan orðasambandsfræðinnar þannig skil að unnt
sé að öðlast yfirlit yfir þennan flokk fastra orðasambanda. Skemað
hér að neðan endurspeglar helstu einkenni orðapara og fjórar helstu
gerðir þeirra ásamt dæmum:
HÖND Í HÖND, MANO A MANO, HAND IN HAND
10.33112/millimala.14.1.3