Milli mála - 2022, Blaðsíða 47
MILLI MÁLA
46 Milli mála 14/2/2022
breytingu orðsins er að ræða er ekki litið svo á að hér sé annað orð
á ferðinni þar sem stigbreytta formið kemur yfirleitt ekki fyrir sem
fletta í orðabók, dæmi þar um væri noch und nöcher í þýsku. Svipað er
uppi á teningnum í nokkrum íslenskum orðapörum þar sem kjarna-
orðið kemur fyrir í sitthvoru falli, t.d. orð af orði.
2.1. Flokkun eftir tengiorðum4
Eins og áður hefur komið fram þá tengjast kjarnaorð með tengiorð-
um. Þau geta verið samtengingar eða forsetningar. Hér í kaflanum
beinast sjónir í fyrstu að orðapörum þar sem tengiorðið er forsetning
en kjarnaorðið það sama í fyrri og seinni lið (skref fyrir skref, paso por
paso, Schritt für Schritt) og síðan að orðapörum sem tengjast með sam-
tengingu og kjarnaorðin eru endurtekin eins og áður (smátt og smátt,
vueltas y vueltas, dann und dann). Þá er vikið að orðapörum þar sem
bæði forsetningar og samtengingar koma fyrir, eins og frá manni til
manns í íslensku, de bueno a bueno (‚góðlátlega‘) í spænsku og von Dorf
zu Dorf (‚úr einu þorpi í annað‘) í þýsku.
2.1.1. Forsetningar sem tengiorð í orðapörum:
kjarnaorð+forsetning+kjarnaorð [ko+fs+ko]
Í tungumálunum sem hér eru í brennidepli, íslensku, spænsku og
þýsku, finnast dæmi um orðapör þar sem tengiorðið er forsetning.
Helstu forsetningar í íslensku í þessari gerð orðapara eru af, eftir, fyrir,
í, úr og við. Í spænsku eru það forsetningar eins og a, con, por, sobre og
tras sem tengja saman kjarnaorðin, og í þýsku má nefna forsetningar
eins og an, auf, für, gegen, in, nach, von/zu, um og über.
Rétt er að hafa orð á því að í sumum íslenskum orðapörum er
4 Rétt er að taka fram að ekki er alls staðar sami fjöldi af orðapörum þegar gefin eru dæmi um þau
í tungumálunum þremur. Höfundar vilja undirstrika að með umfjöllunum um orðapör er verið að
leggja drög að gagnagrunnum um orðapör í tungumálunum þremur þar sem slíkir gagnagrunnar
eru ekki til. Mörg orðaparanna sem koma fyrir í gagnagrunninum Íslenskt orðanet falla ekki í flokk
fraseólógískra orðapara eins og þau eru skilgreind hér í greininni. Sem dæmi má nefna að höf-
undar þessarar greinar telja „þak og gólf“ (Íslenskt orðanet) ekki vera orðapar. Það er hins vegar hólf
og gólf, orðapar sem við fyrstu athugun kemur ekki fyrir í fyrrnefndu máltæknitóli. Trekk í trekk
telst ekki vera orðapar samkvæmt Íslensku orðaneti en er það samkvæmt orðaparafræðinni og í
fraseólógískum skilningi (sjá Burger 2015; García-Page 1997, 1998, 2008; Almela Pérez 2006;
Luque Nadal 2017).
HÖND Í HÖND, MANO A MANO, HAND IN HAND
10.33112/millimala.14.1.3