Milli mála - 2022, Blaðsíða 54
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 53
Spænska – sama kjarnaorð
así así (‚miðlungs-‘), café café (‚almennilegt kaffi‘), de bóbilis, bóbilis
(‚ókeypis‘), de todas todas (‚pottþétt‘), guapa guapa (‚gullfalleg‘), todo
todo (‚bókstaflega allt‘).
Spænska – mismunandi kjarnaorð
Durmiendo velando (‚með andvara á sér‘), patatín, patatán (,afsakanir
á afsakanir ofan‘), pichín, pichán (‚hvorki né‘), pim pam (‚skyndilega‘),
regulín regulán (‚hvorki né‘).
Þýska – sama kjarnaorð
gemach gemach (‚rólega nú‘), mal so, mal so (‚stundum svona, stundum
hinsegin‘), schnell, schnell (‚fljótt, með hraði‘), wehe, wehe (‚æ æ‘).
Þýska – mismunandi kjarnaorð
gesagt, getan (‚koma einhverju strax í verk‘), mitgefangen, mitgehangen
(‚vera samábyrgur‘).
4. Tvítekningar og orðarunur
Að lokum er rétt að nefna fyrirbærin tvítekningar og orðarunur.
Tvítekning eða óþarfa endurtekning (sp. tautología, þ. Tautologie) er
orðapar þar sem kjarnaorð eru tengd með sögn. „Tátólógísk“ orðapör
hafa ekki merkingu sem slík en skipta máli þegar þau eru notuð í
samskiptum. Nokkur dæmi úr tungumálunum þremur eru: asni er
og verður asni í íslensku; í spænsku un día es un día (‚gera sér daga-
mun‘), imbécil es imbécil (‚asni er asni‘), mejor que mejor (‚miklu betra‘)
og úr þýsku besser ist besser (‚betra er betra‘), doof bleibt doof (asni er
og verður asni), gelernt ist gelernt, (‚lært er lært‘), Geschäft ist Geschäft
(‚viðskipti eru viðskipti‘), geschenkt ist geschenkt (‚gjöf er gjöf‘), Kinder
sind Kinder (‚börn eru börn‘) (Burger, 2015; Müller 2009; García-Page
1997; Luque Nadal 2017).
Orðarunur, eða upptalningar, eru föst orðasambönd mynduð úr
þremur eða fjórum kjarnaorðum, jafnvel fleiri.5 Hér má nefna sem
5 Runur þar sem þrjú kjarnaorð koma fyrir kallast á spænsku trinomio og tetranomio þegar kjarna-
orðin eru fjögur. Ef kjarnaorðin eru fleiri kallast runan multinomio (García-Page 1997; Luque Nadal
ERLA ERLENDSDÓTTIR OG ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR