Milli mála - 2022, Side 55
MILLI MÁLA
54 Milli mála 14/2/2022
dæmi í íslensku: kom, sá og sigraði, trú, von og kærleikur, blóð, sviti og tár.
Á spænsku falla eftirfarandi upptalningar undir þessa tegund orða-
runu: Jesús, María y José (‚hamingjan sanna‘), por tierra, mar y aire (‚í
lofti, láði og legi‘), copa, café y cigarro (‚staup, kaffi og vindill‘). Slíkar
samsetningar koma einnig fyrir í þýsku eins og eftirfarandi dæmi
sýna: heimlich, still und leise (‚laumulega, hægt og hljóðlega‘), kam, sah
und siegte (‚kom, sá og sigraði‘), Jesus Maria Joseph (‚Jesús, María og
Jósef‘), Glaube, Liebe, Hoffnung (‚trú, kærleikur, von‘), Friede, Freude,
Eierkuchen (‚allt í himnalagi‘), und und und (‚og og og‘).
Orðarunur þar sem fjögur kjarnaorð koma fyrir eru ekki algengar
en koma þó stöku sinnum fyrir í textum af ákveðnu tagi, eins og
vísindatextum, trúartextum og í gamanmáli. Í spænsku kemur rím
fyrir í þessum orðarunum í þeim tilgangi að auðvelt sé að leggja
ákveðin heiti á minnið. Dæmi um þessa tegund runu í spænsku er
norte, sur, este y oeste (‚norður, suður, austur og vestur‘) og prudencia,
justicia, fortaleza y templanza (‚skynsemi, réttlæti, styrkur og hófsemi‘).
Dæmi um orðarunu í spænsku þar sem fimm kjarnaorð koma fyrir
eru eftirfarandi: ver, oír, oler, gustar y tocar (‚sjá, heyra, lykta, bragða
og snerta‘) og Jesús, María, José y todos los santos (‚Jesús, María, Jósef
og allir dýrlingarnir‘). Frisch, fromm, fröhlich, frei (‚frískur, frómur,
kátur, frjáls‘) er dæmi um þýska orðarunu með fjórum kjarnaorðum
og loks er Kaiser, König, Edelmann, Bürger, Bauer, Bettelmann (‚keisari,
konungur, aðalsmaður, borgari, bóndi, betlari‘) orðaruna sem inni-
heldur fimm kjarnaorð. Slíkar upptalningar eða orðarunur koma
mjög sjaldan fyrir í tungumálunum þremur en eru hafðar hér með
eins og hefð er fyrir í verkum ýmissa erlendra fræðimanna (sjá Burger
2015; Müller 2009; García-Page 1997; García Bravo 2005; Luque
Nadal 2017; Balzer 2017).
2017; Balzer 2017). Á þýsku er talað um Drillingsformeln eða Dreierformeln og Viererformeln eða
Vierlingsformeln og Mehrlingsformeln (García Bravo 2005; Müller 2009).
HÖND Í HÖND, MANO A MANO, HAND IN HAND
10.33112/millimala.14.1.3