Milli mála - 2022, Blaðsíða 64
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 63
viðurkenning hefur fengist á mikilvægi leiks á ýmsum sviðum, allt
frá lögfræði til tungumálanáms, en David Crystal færði til dæmis
rök fyrir því í bókinni Language Play (1998) að leikur að máli og
merkingu væri ekki aðeins mikilvægur og margvíslegur í tungu-
málinu heldur væri hann eðlilegur þáttur í daglegri málnotkun. Í
tungumálakennslu er ekki lengur gert ráð fyrir að „röng“ eða blendin
málnotkun sé merki um laka færni heldur geti hún verið merki um
skapandi máltöku (Luk 2013, 236−250).
Allt frá því að fyrstu spurnir bárust á prenti til Íslendinga af
kvæðum Káins snemma á tuttugustu öld vann hann sér hylli með
leik að máli og merkingu, eins og hér mun verða rakið, en fyrst og
fremst byggðist orðspor hans hérna megin hafs á alíslenska kveð-
skapnum. Orðaleikir Káins á mörkum íslensku og ensku eru þó
engu að síður skemmtilegir og bera vott um viðspyrnu þeirra sem
telja sig vera í hlutverki undirokaðs þegns gagnvart alvaldi „herra-
þjóðar“ (Schole 2018). Íslendingar öfunduðu Vestur-Íslendinga af
margvíslegri forfrömun en fylgdust um leið með málblöndun þeirra
með vandlætingu (Jón Ólafsson 1899, 3). Káinn gafst hins vegar
ekki upp fyrir vandlætingunni heldur sýndi hann í kvæðum sínum
að vistaskiptin og samskiptin við annað tungumál, enskuna, leystu
úr læðingi ný öfl í íslenskri tungu; vesturíslenskan ber vott um þann
grallaraskap sem rís hæst í kvæðum hans. Káinn sýndi óbanginn
fram á að með því að bæta inn vesturíslenskum og enskum orðum,
hugtökum og setningum gat hann lagt undir sig ný og ókönnuð
lönd máls, merkingar og skáldskapar á mörkum málanna tveggja,
íslensku og ensku.
1. Orðspor Káins og arfleifð
Skáld og fræðimenn hafa heillast af kveðskap Káins allt frá því að
Jón Helgason (1915, 177−185) vakti athygli Íslendinga á því í Iðunni
að „[a]llir, sem dvalist hafa meðal Vestur-Íslendinga um lengri eða
skemmri tíma, munu hafa heyrt getið um vestur-íslenzka alþýðu-
skáldið Cowan (frb. Káen)“, sem Jón taldi að væri „ensk-ameríska“
skáldanafnið hans, og birti nokkur kvæða skáldsins sem hann hafði
safnað á ferð sinni vestanhafs. Magnús Jónsson, ritstjóri Eimreiðarinnar
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR