Milli mála - 2022, Blaðsíða 64

Milli mála - 2022, Blaðsíða 64
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 63 viðurkenning hefur fengist á mikilvægi leiks á ýmsum sviðum, allt frá lögfræði til tungumálanáms, en David Crystal færði til dæmis rök fyrir því í bókinni Language Play (1998) að leikur að máli og merkingu væri ekki aðeins mikilvægur og margvíslegur í tungu- málinu heldur væri hann eðlilegur þáttur í daglegri málnotkun. Í tungumálakennslu er ekki lengur gert ráð fyrir að „röng“ eða blendin málnotkun sé merki um laka færni heldur geti hún verið merki um skapandi máltöku (Luk 2013, 236−250). Allt frá því að fyrstu spurnir bárust á prenti til Íslendinga af kvæðum Káins snemma á tuttugustu öld vann hann sér hylli með leik að máli og merkingu, eins og hér mun verða rakið, en fyrst og fremst byggðist orðspor hans hérna megin hafs á alíslenska kveð- skapnum. Orðaleikir Káins á mörkum íslensku og ensku eru þó engu að síður skemmtilegir og bera vott um viðspyrnu þeirra sem telja sig vera í hlutverki undirokaðs þegns gagnvart alvaldi „herra- þjóðar“ (Schole 2018). Íslendingar öfunduðu Vestur-Íslendinga af margvíslegri forfrömun en fylgdust um leið með málblöndun þeirra með vandlætingu (Jón Ólafsson 1899, 3). Káinn gafst hins vegar ekki upp fyrir vandlætingunni heldur sýndi hann í kvæðum sínum að vistaskiptin og samskiptin við annað tungumál, enskuna, leystu úr læðingi ný öfl í íslenskri tungu; vesturíslenskan ber vott um þann grallaraskap sem rís hæst í kvæðum hans. Káinn sýndi óbanginn fram á að með því að bæta inn vesturíslenskum og enskum orðum, hugtökum og setningum gat hann lagt undir sig ný og ókönnuð lönd máls, merkingar og skáldskapar á mörkum málanna tveggja, íslensku og ensku. 1. Orðspor Káins og arfleifð Skáld og fræðimenn hafa heillast af kveðskap Káins allt frá því að Jón Helgason (1915, 177−185) vakti athygli Íslendinga á því í Iðunni að „[a]llir, sem dvalist hafa meðal Vestur-Íslendinga um lengri eða skemmri tíma, munu hafa heyrt getið um vestur-íslenzka alþýðu- skáldið Cowan (frb. Káen)“, sem Jón taldi að væri „ensk-ameríska“ skáldanafnið hans, og birti nokkur kvæða skáldsins sem hann hafði safnað á ferð sinni vestanhafs. Magnús Jónsson, ritstjóri Eimreiðarinnar GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.