Milli mála - 2022, Qupperneq 65
MILLI MÁLA
64 Milli mála 14/2/2022
(1918, 24 (3–4), 186), birti tvær vísur Káins og ári seinna birti tíma-
ritið Lögrjetta (39:2) auglýsingu um að í 3. hefti 1919 af Eimreiðinni
mætti finna „Æfintýr á gönguför, eftir hinn kostulega Káinn“, svo að
hróður hans var þá sýnilega farinn að spyrjast út. Í Eimreiðinni (1919,
165−66) kom fyrst út kvæðið um fimmtíu centa „glasið“ / „pyttluna“,
sem Íslendingar hafa oft kyrjað hástöfum, en reyndar var það birt
eftir minni ritstjórans. Kvæðin komu ekki út í umsjá skáldsins fyrr
en í bókinni Kviðlingar í Winnipeg árið 1920.
Samkvæmt Jóni Hjaltasyni (2020, 240−59) gekk Káni brösug-
lega og seint að selja bókina fyrir vestan þótt hún fengi góðar við-
tökur beggja vegna hafs. Guðmundur Finnbogason (1930, 35–36)
kynnti Káin sérstaklega þegar hann gerði vesturíslenskum kveð-
skap skil í safnritinu Vestan um haf og kvæðin fengu gott rými í
bókinni. Guðmundur segir að Káinn hafi innleitt nýja hefð, fetað
nýjar leiðir og beint öðrum vesturíslenskum skáldum í sömu átt:
„Hér á landi hefur gamanið löngum orðið grátt, örvar fyndninnar
eitraðar. En í vísum Káins er glettnin alltaf góðlátleg; aldrei kuldi í
brosinu, heldur hrein gleðin yfir að sýna hlutina í nýju ljósi í gegnum
gleraugu orðanna“. Þegar Káinn lést var Sigurður Nordal (1936, 350)
meðal þeirra sem minntust hans sem vinar, og lýsti hann gaman-
seminni þannig: „Hláturinn er vakinn með því að skeyta því óvænta
við hið gamalkunna, láta málið hlaupa útundan sér“. Hann nefndi
sérstaklega nauðsyn þess að kynna og skýra kvæðin, því mörg þeirra
væru tækifærisvísur, en jafnframt þyrfti að hafa með eitthvað af því
sem við hafði bæst á sextán árum. Ákalli Sigurðar var svarað með því
að Richard Beck sá um útgáfu sem kom út árið 1945 (Kviðlingar og
kvæði) með verulegum viðbótum og fjölmörgum skýringum á orðfari
og tilurð ljóðanna þannig að Íslendingar gætu betur skilið orðaleiki
Káins í enskum og vesturíslenskum innskotum og þær aðstæður sem
voru tilefni kvæðanna hverju sinni.
Í greininni „Minn Káinn“ telur Böðvar Guðmundsson (2017, 160)
það auðsæja vísbendingu um vinsældir Káins á Íslandi hve margir
sem fæddir voru um miðja tuttugustu öldina kunni ýmis kvæði
hans utanbókar og segist hann sjálfur kunna nærri fjörutíu. Meðal
helstu skýringa Böðvars á þessari hrifningu Íslendinga er að áleitn-
ustu yrkisefnin – áfengi, konur og trúmál – hafi fallið fullkomlega
að smekk og skopskyni íslenska bændasamfélagsins, sem var karl-
ENSKUGLETTUR KÁINS
10.33112/millimala.14.1.4