Milli mála - 2022, Síða 66
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 65
lægt. Hann segir að það sem karlmönnum hafi fundist vera „fyndið
var brennivín, slagsmál og kvennafar“ og svo hafi trúargrín fallið í
góðan jarðveg því kirkjusókn í dreifbýli hafi verið ómæld uppspretta
skoplegra athugasemda, eftiröpunar og útúrsnúninga á prédikunum
prestsins.4 Leikinn að tungumálinu „ásamt einstaklega lipurri hag-
mælsku“ telur Böðvar þó hafa verið þættina sem „réðu úrslitum um
vinsældir“ Káins og bætir við að hagmælska geti verið „aðalsmerki
á hefðbundnum skáldskap. Hortittir eru svo sjaldgæfir í kveðskap
Káins að með eindæmum er og hortittir fara alltaf fyrir brjóstið á
ljóðelskum lesanda“.
Viðar Hreinsson (2017, 176) kemst einmitt að þeirri niðurstöðu
í sinni umfjöllun um Káin, sem hann nefnir „Pegasus í fjósinu og
kýrrassatrú“, að hann hafi verið „skáld. Mikið skáld“; „Góður skáld-
skapur er nefnilega sterkari en dauðinn“. Viðar byggir sína niður-
stöður fyrst og fremst á þversögninni sem hann segir þræða sig í
gegnum skáldskapinn:
Hann […] hafði trausta fótfestu í hversdagsaðstæðum sínum og úr þeirri
stöðu ögraði hann þeim skorðum sem skáldskap eru oft settar, öllum
venjubundnum hugmyndum um hvað sé góður skáldskapur. Hann hafn-
aði rómantískri ímynd bóndans eða sveitamannsins en birti og talaði ein-
mitt út frá þeim veruleika, […] stækkar merkingarsviðið, ljær tilverunni,
umhverfinu, óvænta merkingu […].
Viðar (2017, 172, 176) leggur áherslu á að Káinn leiki sér „með
þversagnir og óvæntar aðstæður“ – komi á óvart með því að stækka
„sjónsviðið inn á við“ en ekki upp til þess sem er háleitt og upphafið.
Allir sem fjalla um Káin eru sammála um að það sé leikgleði
hans með mál og merkingu sem heilli og hún er eflaust ástæða þess
að vinsældir hans hafa viðhaldist allt fram á þennan dag. Á Íslandi
lifa kvæðin í ýmsum útgáfum, auk þess sem tónlistarmenn hafa á
undanförnum áratugum samið lög við kvæðin og útsett, en stór-
tækastur þeirra er óefað Bragi Valdimar Skúlason með hljómsveitinni
Baggalút. Flestir eru sammála um að skáldskapur Káins hafi margar
4 Böðvar segist byggja „óvísindalega“ athugun sína á aukinni og endurbættri útgáfu Richards Beck,
með einfaldri talningu á efni hvers kvæðis, en hann nefnir jafnframt að hann kunni nokkurn fjölda
kvæða eignuð Káni sem ekki séu í bókinni.
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR