Milli mála - 2022, Side 72
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 71
eða grafa upp kjarr með rótum“ og að „skrobba“ sé komið „af enska
orðinu „scrub“: skúra (gólf)“. Nýyrðið að „skrobba“ svarar sem sagt
til danska tökuorðsins að „skrúbba“. Hnyttið vesturíslenskt tökuorð
sem Káinn gerir skil í vísu er „baslari“ sem felur í sér íslenska sam-
hljómun (e. homonym) við enska orðið „bachelor“ og framkallar um
leið merkingarvíkkun sem gefur til kynna að daglegt líf piparsveina
sé meira basl en þeirra sem eru kvæntir (Beck 1945, 242).
Káinn er líka glöggur á að nýta sér tökuorðin til að bregða á
leik. Vesturíslenska tökuorðið „að bíta“ er íslensk samhljómun og
merkingarvíkkun á sagnorðinu „to beat“ sem merkir „að skara fram
úr“ eða „sigra“ eitthvað (Farlex 2015). Káinn notar orðið í vísu þar
sem hann segist hlakka til að komast í bakkelsi kvenfélagsins, því
„þar verður brauð, sem varla er hægt að „bíta““, að hans sögn, sem
nær fram stríðnislegri tvíræðni, hrósi og lasti, eftir því hvort orðið
er skilið á ensku/vesturíslensku sem „framúrskarandi“ eða á íslensku
sem „svo hart að það er varla ætt“ (Beck 1945, 69). Í annarri vísu segir
hann það vera alveg sjálfsagt að fagna trúfrelsi á Mountain, í Norður-
Dakóta, „en að heyra börnin bölva’ og ragna / „bítur“ andskotann“
(1945, 73). Það er sem sagt andskotanum verra að heyra börn blóta
en um leið bókstaflega „bítur“ blótið andskotann. Vesturíslenski
merkingaraukinn nýtur sín líka vel í stökunni fyrrnefndu um veð-
reiðaspilið, sem Káinn vinnur með glæsibrag samkvæmt enskunni,
sem væri „beat you all to pieces“, en hann segist vera að „bíta“ and-
stæðinginn í „tætlur“ samkvæmt íslensku merkingunni, sem dregur
upp frekar sérkennilega og kátlega mynd af framkomu sigurvegarans.
En svo nýtir Káinn sér líka til hins ítrasta margfaldaða möguleika
á rími sem vesturíslenska málnotkunin býður upp á. Sama orðið lýsir
stundum mismunandi hlutum – eða sami hluturinn er kallaður mis-
munandi nöfnum – og tökuorðin má stafsetja og beygja á mismunandi
vegu. Dæmi um það er enska orðið „car“ sem gat verið matarvagn sem
notaður var á þreskitímanum til að matreiða fyrir verkamennina. Í
vísu sneiddi Káinn að ráðskonu sem hafði mestum „kröftum varið“ í
að „rækta blóm“ en ekki matseld: „það er orðið „„Home, Sweet Home“
/ hjá henni Möngu „car“-ið“ (Beck 1945, 84). Þarna rímar „varið“ og
„car“-ið en í eftirmælum um „Jón Sigmar, slátrara“ er rímið heldur
flóknara á orðinu „car“ sem þá merkir vagn til nautgripaflutninga:
„Þegar ævin endar hér / öllum þrautseigari, sína hinztu ferð hann fer /
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR