Milli mála - 2022, Page 79
MILLI MÁLA
78 Milli mála 14/2/2022
tíma var óttast að fólk hér á landi kynni að svelta vegna matarskorts“
(Gunnar Bjarnason 2018). Þetta voru því „war-harðindin“ sem voru
að „bursta“ þjóðina sem ekki átti í neinu stríði, en Richard Beck
(1945, 130) skýrir að orðið „bursta“ þýði að „gera gjaldþrota, öreiga“.
En inn í þessar samúðarkveðjur Káins fléttast örlítil stríðni varðandi
tiltekna framburðarerfiðleika Íslendinga. Fyrst og fremst reynir
á w-hljóðið í ensku, þannig að „war“ gat hljómað eins og „vor“
í íslenskum framburði, en svo gat „Ekkert war“ líka verið borið
fram sem „Ekkert var“ hjá þeim sem minnst gátu lagt sig eftir
ensku talmáli og fylgdu ritun í framburði, en þá er merking fyrstu
línunnar líka um leið orðin svolítið önnur, eða ekkert „skjól, vörn“.
Eignarfornafnið „vora“ og sögnin að „vora“ bætast svo í innrímið í
þessari frábæru, margræðu, hringhentu „hljóðkviðu“.
Það er einnig hugkvæmni Káins og samleikur hans á íslenskum
og enskum framburði sem gerir kvæðið um dr. Ágúst H. Bjarnason
alveg kostulegt. Ágúst var fyrsti prófessorinn með doktorsgráðu
við Háskóla Íslands, í heimspeki og sálfræði, og var rektor árin
1918−1928, en eins og Böðvar Guðmundsson (2017, 160) skýrir þá var
hann „ætíð kallaður Ágúst H.“ og „það nýtti Káinn sér“.
Nú heilsa eg heimspeking frægum
og hneigi mig. – Sæll vert þú –
heiðraði herra Ágúst.
H. – „do you do?“
Við þráðum hér syðra að sjá þig
og setjast hjá þér í „bíl“
og hlusta á þig, herra Ágúst.
H. – „do you feel?“
Það er svo hressandi, heilnæmt,
og heimskuna dæmir í bann,
að hlusta á þig, herra Ágúst.
H. – lærðan mann.
ENSKUGLETTUR KÁINS
10.33112/millimala.14.1.4