Milli mála - 2022, Síða 90

Milli mála - 2022, Síða 90
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 89 og að í framhaldinu hafi hún sannfært Friðrik um að drepa Natan.11 Mætti því ef til vill segja að Gísli og Brynjúlfur séu upphafsmenn að skrímslavæðingu Agnesar, sem heldur svo velli í flestum þeirra frá- sagna sem á eftir koma. Í bókinni Enginn má undan líta frá 1974 lýsir t.d. Guðlaugur Guðmundsson því hvernig Agnes etur Friðriki áfram gegn Natan, ásakar hann um heigulshátt þegar hann vill hætta við morðið, og notar samanburð við Íslendingasögurnar til að sannfæra hann.12 Guðlaugur kemst að þeirri niðurstöðu að Agnes hafi verið aðalhvatamanneskjan að morðunum, „leikið sér að tilfinningum þeirra Friðriks og Sigríðar og teflt þeim til og frá eins og mönnum á taflborði“.13 Aðrar túlkanir á sögunni í skáldskap eru á svipuðum nótum, t.d. í ljóði Rúnars Kristjánssonar frá 1986. Þar er Agnesi lýst sem „ólgandi af heiftarbræði, / og fyllt því hatri hún framdi morð / í frumstæðu hefndaræði“; undir lok ljóðsins segir að „Hún hefði kosið að höggvast ein / því hennar var mesta sökin.“14 Einnig lýsir leik- ritið Dauði Natans Ketilssonar (1936) eftir dönsku skáldkonuna Eline Hoffmann Agnesi sem aðalhvatamanneskju að morðinu, en hér eru Agnes og Natan látin vera trúlofuð þegar sagan hefst.15 Staðalímyndin af Agnesi sem afbrýðisömu morðkvendi og kvendjöfli er því lífseig í frásögnum um morðin. Lýsing Þorgeirs Þorgeirssonar á Agnesi þar sem hún bíður dauða síns í bók hans Yfirvaldið (1973) er þó örlítið margræðari, en hér er örvæntingu Agnesar, þar sem hún bíður dauða síns, gefið ljóðrænt rými, þó að öðru leyti veiti bók Þorgeirs lesand- anum litla innsýn í tilveru og persónu Agnesar.16 Þess ber einnig að 11 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, 90. 12 Guðlaugur Guðmundsson, Enginn má undan líta, 57. 13 Guðlaugur Guðmundsson, Enginn má undan líta, 89. 14 Rúnar Kristjánsson, „Agnes“, 44 og 45. 15 Agnes er hér sú sem fyrst vekur máls á því við Friðrik að drepa Natan: „AGNES Eg veit vel hvað eg myndi gera, væri eg í þínum sporum […] Eg myndi drepa hann. FRIÐRIK (hlær) Nú! […] Það er þó ekki alvara þín? Það er bara – (horfir skelkaður á hana og færir sig fjær). AGNES Eg meina æfinlega það, sem eg segi.“ Síðar staðhæfir hún við Friðrik, „Þú færð Siggu aldrei, meðan Natan lifir […] Það er aðeins um eitt að gera fyrir þig […] og það er að drepa hann, og við skulum gera það bæði.“ Hoffmann, Dauði Natans Ketilssonar, 46–47 og 48–49. 16 Skelfing Agnesar er gerð áþreifanleg í lýsingum Þorgeirs í upphafskafla bókarinnar. Agnes æpir upp og reynir að flýja þegar hún heyrir upplestur sýslumanns við aftöku Friðriks; hún reynir svo að finna hugarfró og beina hugsunum sínum frá sýslumanni með því að ímynda sér að hún eigi fallegan skjóttan hest sem stendur rétt hjá: „Nú er hann [sýslumaður] víst hættur að lesa þetta og farinn að horfa á Skjóna minn sem er þrílitur og fjörugur eins og vatnanykur. Það geisla í honum augun. Ekki kann hann að lesa. Þess vegna hefur hann svona góð augu … Enginn getur hugsað neitt fallegra en svona risastóran skjóttan hest á beit í haganum … Strax og ég hætti að hugsa um hestinn minn þá fer ég að hugsa svo ljótt. Þá fer mér aftur að finnast ljótt um Yfirvaldið [Blöndal INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.