Milli mála - 2022, Side 96
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 95
um, en lesandinn öðlast þeim mun meiri innsýn í málið. Jafnframt
er mikilvægt að Agnes er alls ekki áreiðanlegur sögumaður, eins og
Kent útskýrir hér:
Ákvörðunin að hafa fyrstu persónu rödd Agnesar samhliða þriðju persónu
frásögninni var ekki einungis til að draga athygli að innra lífi Agnesar og
ljóðrænni sýn hennar á heiminn, heldur líka til að rannsaka óáreiðanleika
hennar. Ég hafði áhuga á að rannsaka muninn á því sem Agnes hugsar
með sjálfri sér, og því sem hún segir upphátt. Ég vildi – með þessum
fjölda radda – gefa til kynna að Agnes sé mótsagnakennd, stjórnsöm og
óáreiðanleg, en líka undirstrika að það liggja ríkar ástæður að baki því
hvernig hún er.41
Þessi frásagnartækni skapar rými fyrir ljóðræna framsögn Agnesar,
sem Kent segir að hafi „að mestu verið þögguð niður á hennar tíð“.42
Slík framsögn er mikil andstæða hinnar „þurru, valdsmannslegu og
blátt áfram“ raddar sagnfræðilegra heimilda.43
Kent vill draga athygli að og ögra hinni klisjukenndu, hefð-
bundnu mynd af Agnesi og sú ætlun birtist oft í þeim hlutum
sögunnar þar sem sjónarhorn Agnesar er ráðandi. Snemma í sögunni
veltir Agnes t.d. fyrir sér hvernig hún verði að halda í sitt sanna sjálf
þótt aðrir líti hana nú öðrum augum en fyrr:
Þeir þekkja mig ekki. […] Þeir munu sjá skækjuna, vitfirringinn,
morðkvendið, konuna sem af drýpur blóð í grasið og hlær með munninn
troðinn af mold. „Agnes“ munu þeir segja og sjá kónguló, norn flækta í
sjálfspunninn örlagavef. Þeir kunna að sjá lamb í hrafnageri sem jarmar á
móður sína. En mig munu þeir ekki sjá. Ég verð ekki þarna.
[…] Ég skildi að þetta fólk sá ekki mig. Ég var tveir dauðir menn. Ég var
bær í báli. Ég var hnífur. Ég var blóð. (38 og 45)
Hér sjást mismunandi útgáfur af Agnesi, þ.e.a.s. hvernig hún telur sig
birtast í augum annarra; hugsanlega hafa sumir samúð með henni,
sjá hana sem fórnarlamb (lamb) sem er upp á náð hinnar grimmu
41 Touitou, „Burial Rites is as much a dark love letter“.
42 Sama heimild.
43 Sama heimild.
INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR