Milli mála - 2022, Blaðsíða 99
MILLI MÁLA
98 Milli mála 14/2/2022
því að á Íslandi hafa þau áhrif á líf þitt á hátt sem þekkist ekki í öðrum
löndum […] persónurnar í þessari skáldsögu eru algjörlega mótaðar af
landinu sem þau búa í. En það að skrifa um landslagið, […] ég vissi að það
yrði að hafa mjög sterka nærveru […] því að [íslenskt] landslag er einstakt
og svo áhrifamikið og minnisstætt.51
Hún vildi jafnframt að „fólk fyndi fyrir kuldanum, myrkrinu og ein-
angruninni, sæi landslagið fyrir sér og fyndi lyktina af sjónum“.52 Og
vissulega er norðlægu landslagi Íslands, náttúrunni og árstíðunum
lýst á eftirminnilegan hátt með ljóðrænum og sláandi lýsingum.
Íslenskt landslag og náttúra eru kraftar sem móta og ákvarða líf
sögupersónanna, sérstaklega Agnesar, á þann hátt að „nærvera þeirra
og skelfileg áhrif eru hvarvetna áberandi“.53 Því má líta á landslagið
í Náðarstund sem „persónu í sögunni, krefjandi en þó áhugalaust,
ríkjandi afl í lífi allra í sögunni“.54 Einnig mótast reynsla per-
sónanna af „þeim hömlum sem umhverfið og náttúran leggur á þau
með umbreytingum sínum“, eins og W. Tad Pfeffer kemst að orði í
umfjöllun sinni um mikilvægi umhverfis í Norðrinu.55 Lýsing Kate
Soper á hlutverki náttúrunnar almennt á líka vel við Náðarstund því
líkt og í skilgreiningu hennar þá er náttúran í sögunni
uppspretta munúðarfullrar ánægju og yndis, nærandi faðmur. […] jafnt
áhugalaus um tilgang manneskjunnar og viljugur þjónn hennar, þá fyllir
náttúran mann lotningu um leið og hún veitir huggun, vekur skelfingu
um leið og hún róar, birtist í senn sem hinn besti vinur og hinn versti
andstæðingur.56
Þetta kemur sérstaklega vel heim og saman við íslenska náttúru
og hið öfgafulla veðurfar landsins. Í bæði Íslendingasögunum og
þjóðsögum birtist náttúran oft „líkt og töfrum hlaðinn dularfullur
kraftur [… og] kröftugt afl sem bæði gefur og tekur“.57 Fyrir Agnesi
eru landslagið og náttúran tímabundnir vinir sem veita henni ánægju
51 Starke, „In Conversation with Hannah Kent“.
52 Friðrika Benónýsdóttir, „Myrkt ástarljóð til Íslands“.
53 McCabe, „Hannah Kent: Burial Rites“.
54 Romei, „Hannah Kent’s debut novel“.
55 Pfeffer, „People and Places in the Far North“, 81.
56 Soper, What is Nature?, 71.
57 Katla Kjartansdóttir, „Remote, Rough and Romantic“, 275.
„TILLAGA AÐ LÍFI“ : UM ÖRLÖGIN Í NORÐRINU OG ENDURSKÖPUN AGNESAR Í
NÁÐARSTUND EFTIR HÖNNUH KENT
10.33112/millimala.14.1.5