Milli mála - 2022, Síða 101
MILLI MÁLA
100 Milli mála 14/2/2022
og fegurð (115). Hér gleymir Agnes sér í heyskap, finnur til nokkurs
öryggis og fjarlægist yfirvofandi örlög sín er hún dettur inn í taktinn
sem fylgir bústörfunum. Þrátt fyrir að Kornsá sé fangelsi og enda-
stöð þá felst í fyrri hluta dvalar Agnesar þar nokkurs konar hvíld
sem veitir henni falska öryggiskennd. Sumur fyrir norðan eru þó
stutt og hin bjarta fegurð breytist fljótt í kaldan, dimman, harðan og
grimman vetur. Öryggistilfinning Agnesar er skammvinn og mun
brátt verða tekin frá henni á grimmilegan og átakanlegan máta. Þetta
er gefið til kynna á táknrænan hátt í atriði þar sem Agnes slær gras
og er sem ölvuð af fegurð sumarsins. Hér slær hjarta Agnesar í takt
við náttúru og umhverfi og lýsingar eru ljóðrænar og háleitar, en um
leið er fléttað saman við myrkum og voveiflegum undirtónum:
Ég rugga mér fram og til baka og læt kastþungann færa ljáinn niður og í
gegnum grasið uns ég er farin að vagga jafnt og þétt. Uns mér finnst sem
ég hreyfi mig ekki sjálf heldur knýi sólin mig. Uns ég er orðin leikbrúða
vindsins, orfsins og langra, hægra strokanna sem drífa líkama minn áfram.
Uns ég gæti ekki stansað þó ég vildi.
Það er góð tilfinning, að hafa ekki full tök. Að láta sveifla sér mjúklega til
og frá þar til gleymt er hvernig er að standa kyrr. […]
Ég er sem drukkin af sumri og ljósi sólar. Ég vil hremma handfylli af
himni og gleypa hann í mig. Meðan ljáirnir strjúka stilkana hvössum
fingrum og grasið sýpur hveljur.
[…]
Ég læt bolinn sveiflast, ég læt hendur síga. Ég finn kviðvöðvana hnyklast
og vindast. Ljárinn rís, hnígur, rís, hnígur, fangar sól á egg sér og skýtur
ljósinu aftur upp í auga mitt – skært augnakast Guðs. Ég hef auga með þér, segir
ljárinn þar sem hann skríður um grænt hafið, fangar sólargeisla, slettir
þeim aftur í mig. […] Ég skýt grasi og ljósi í gegnum loftið. Ég hef auga
með þér, segir ljárinn. (113–114, mín skáletrun)
Þrá Agnesar um að gleypa himininn táknar von hennar um að yfir-
völd sýni henni miskunn. Takturinn í ljánum sem sveiflast virðist
róa hana; hreyfingunni er samt lýst þannig að hún er sterk áminning
um hvað bíður Agnesar. Hin táknræna merking ljásins − maðurinn
með ljáinn − er augljós, sömuleiðis á það við um þytinn í ljánum
þegar grasið er slegið, sem minnir á hljóðið sem heyrist þegar
„TILLAGA AÐ LÍFI“ : UM ÖRLÖGIN Í NORÐRINU OG ENDURSKÖPUN AGNESAR Í
NÁÐARSTUND EFTIR HÖNNUH KENT
10.33112/millimala.14.1.5