Milli mála - 2022, Page 103

Milli mála - 2022, Page 103
MILLI MÁLA 102 Milli mála 14/2/2022 gegnum á bænum.61 Þegar allt byrjar að fara úrskeiðis hjá Agnesi á Illugastöðum og hún áttar sig á að elskhugi hennar, Natan, sængar einnig hjá Siggu, hinni vinnukonunni á Illugastöðum, getur hún hvergi farið því hún er vinalaus í þessari sveit; þá lýsir hún vinaleys- inu sem svo að það sé „ekkert ljós að ganga á í þessu ríki vetrarins“ (262). Eftir að Agnesi og elskhuga hennar lendir svo saman sér hún landslagið á Illugastöðum og Vatnsnesi sem óvinveitt náttúruafl sem markvisst króar hana af: Með hægð hefði ég getað tekið mitt hafurtask og farið fyrir birtingu en hvert hefði ég átt að fara? Ég þekkti ekkert nema Vatnsdalinn; þekkti grjótvelli hans, þekkti hvítkrýnd fjöllin og vatnið […] En Illugastaðir voru öðru vísi. Ég átti enga vini. Þekkti ekki landið. Svartir grjótoddar einir hrufluðu fullkominn koss lofts og lagar – hér var ekkert annað og enginn annar. Ekkert hægt að fara. (279–280, mín skáletrun) Agnes lítur hér til baka þegar hún er fangi á Kornsá að bíða aftöku; lýsingar hennar sýna fram á hvernig hún var fangi landslagsins á Vatnsnesi. Þar var enga hjálp að finna og hún var föst í aðstæðum sem að lokum urðu henni að falli. Er sumri tekur að halla undirstrika óvenjulegar og ljóslifandi lýsingar hinn grimma veruleika aftökunnar sem bíður Agnesar. Haustið fellur á dalinn í október „eins og önd væri varpað“ og birtan virðist „skjögra inn um gluggann líkt og vegmóð eftir langt ferðalag“ (210). Haustvindinum er líkt við úlf „sem glefsar í hælana“ (214) og þegar vetrar flýr ljósið „þetta land eins og laminn hundur“ (261). Síðan tekur myrkrið völdin, „sest hér upp eins og mar á holdi jarðarinnar“ (269). Að endingu er veturinn sú árstíð sem einkennir líf Agnesar, enda er hann hér dreginn upp sem „árs- tíð missis og örvæntingar“ og slæmir hlutir henda Agnesi einmitt á veturna.62 Þannig yfirgefur móðir Agnesar hana á Kornsá um 61 Höfundur færir greinilega í stílinn hér og ýkir óaðlaðandi eiginleika staðarins til að ná fram þessum áhrifum, því það er í raun mjög fallegt á Illugastöðum og nokkuð gróskumikið undirlendi. Lýsing Guðlaugs Guðmundssonar hljóðar svo: „Á Illugastöðum er landslag sérkennilegt, en fal- legt. Aflíðandi halli frá fjallsbrún skiptist á við sorfin klettabelti með grænum hjöllum á milli. Ströndin er vogskorin með skerjum og hólmum þar sem æðarfugl verpir og selir flatmaga á hleinum. Eins er fallegt að horfa yfir flóann til Strandafjalla, hárra og tignarlegra. Hér var björgu- legt …“ (Guðlaugur Guðmundsson, Enginn má undan líta, 27). 62 Vitnað í Geraldine Brooks af Romei, „Hannah Kent’s debut novel“. „TILLAGA AÐ LÍFI“ : UM ÖRLÖGIN Í NORÐRINU OG ENDURSKÖPUN AGNESAR Í NÁÐARSTUND EFTIR HÖNNUH KENT 10.33112/millimala.14.1.5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.