Milli mála - 2022, Side 118

Milli mála - 2022, Side 118
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 117 söguhetjunnar, kvenpersónu; ferli sem um margt einkennist af sam- bandi ástar og eyðileggingar, sem flækist enn frekar þegar lesandinn er dreginn inn í það samband ásamt raunhöfundinum, Clarice Lispector.6 Í inngangi að enskri þýðingu Benjamins Moser lýsir írski rithöf- undurinn Colm Tóibín sögunni meðal annars sem „ákaflega sjálfs- meðvitaðri frásögn sem tekst á við örðugleika og undarlega nautn þess að segja sögu“7 og líkir lestri hennar við að fá að skyggnast bak við tjöldin í leikhúsi. Að sjá leikarana sveipa sig gervum sínum, að verða vitni að sviðsetningunni og tilbúningnum, sjá sviðsmennina að verki sem og áhorfendurna hinum megin við sviðið, komast svo að því að það var sýningin öll, skrifuð af „höfundi sem fylgist enn taugaóstyrkur með, einhversstaðar nærri eða órafjarri, sem kann að vera til eða ekki“.8 Benjamin Moser segir aftur á móti að sögumaður Stundar stjörnunnar sé vissulega karlmaðurinn Rodrigo S.M., en á bak við hann sé Clarice Lispector enn sýnilegri en vanalega.9 Moser virðist raunar lítinn greinarmun gera á raunhöfundi, sögumanni og persónu – og dregur sérstaklega fram hvernig persónan Macabéa og sögumaður verksins, Rodrigo S.M., séu á vissan hátt tvær hliðar á sjálfri Clarice Lispector. Hið sama gerir fyrri þýðandi skáldsögunnar, Giovanni Pontiero, en hann lítur hálfpartinn fram hjá sögumann- inum sem Lispector skapar og staðsetur samt sem áður á milli sín og lesanda: „[…] þó satt sé að Lispector vilji fá okkur til að trúa á 6 Annað meginmarkmið þessarar greinar er að kynna Clarice Lispector og þetta skáldverk fyrir íslenskum lesendum, en ýmsir kunna að hafa einhver kynni af höfundinum nú þegar. Fremur lítið hefur verið þýtt á íslensku eftir Lispector og í öllum tilvikum er um að ræða smásögur: Árið 1976 birtist „Kjúklingurinn“ í 12. tölublaði Vikunnar, og er þýðanda ekki getið. Í desember árið 1981 birtist þýðing Guðbergs Bergssonar, „Hin dulda ánægja“, í Tímariti Máls og menningar. Árið eftir, eða 1982, birtist svo önnur þýðing eftir ónafngreindan þýðanda, „Gönguferðin langa“, í 29. tbl. Lesbókar Morgunblaðsins. Rúmum áratug síðar birtist loks önnur saga í fyrsta tölublaði tímaritsins Jón á Bægisá árið 1994, „Fjölskyldutengslin“ í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Síðan hefur ekkert borið á Clarice Lispector í íslenskri þýðingu fyrr en með þrekvirkinu sem unnið var með ritröðinni Smásögur heimsins, en í bindinu sem tileinkað er Rómönsku-Ameríku birtist sagan „Ást“ í þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur. Það hefur löngum mátt greina umtalsverðan áhuga á „suðrænum“ bókmenntum á Íslandi, hvort sem um ræðir bókmenntir Rómönsku-Ameríku, Spánar eða Portúgals, og því er missir af því litla rými sem Clarice Lispector hefur verið gefið í íslenskum bókmenntaheimi, miðað við mikilvægi höfundarverks sem er satt að segja áríðandi að flytja inn og miðla til lesenda á íslensku. 7 Tóibín, „A Passion for the Void“, inngangur að Hour of the Star, viii. 8 Sama heimild, x. 9 Moser, Why This World, 374. ARNÓR INGI HJARTARSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.