Milli mála - 2022, Page 120

Milli mála - 2022, Page 120
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 119 að skrifa gæti einhver annar skrifað. Karlhöfundur, það er að segja, því kona kynni að gera þetta allt ósköp væmið og velgjulegt“ (6). Með þessari vísun til þess sem kvenhöfundur kynni að gera í þessum aðstæðum er vakin athygli á því að það sé í raun kvenhöfundur á bak við frásögnina, að það sé hún sem skrifar þessi orð. Þar með verða orðin „væmið“ og „velgjulegt“ umsvifalaust grunsamleg og hugsanlega allt sjónarhorn Rodrigos S.M. – sem verður engu að síður förunautur lesandans bókina á enda. En kynferði hefur hér verið virkjað sem merkingarþáttur í skáldsögunni og allri sögumiðluninni. Franski rithöfundurinn Hélène Cixous segir: „Hamskipti eiga sér stað á undan ritun textans. Clarice mun skrifa sem karlmaður. Allar kon- ur hafa gert það, en hjá henni er það af frjálsum vilja, bæði í leik og alvöru.“13 Og lesendur eru ekki einungis minntir á að raunhöfundur verksins sé kona, heldur leiða þeir sennilega hugann að því hvernig afstaða hennar birtist í verkinu. Lesandinn skimar þá sem sagt eftir hinum innbyggða höfundi sem á sér misskýrar birtingarmyndir, enda hefur hann aldrei orðið og alls óvíst er að sögumaðurinn né nokkur persóna sé málpípa hans. Í þessu tilviki má gera ráð fyrir að núningur myndist milli söguhöfundar og sögumanns sem gerist höfundur. Í samanburðargreiningu sinni á Stund stjörnunnar og annarri sögu Lispector, Um sopro de vida, greinir Maria José Somerlate Barbosa þessa beitingu á rödd karlkyns sögumanns eða höfundar sem par- ódíu frásagnarvalds: „Með írónískri meðhöndlun höfundarmennsku skopstælir Clarice Lispector sögumennina […] og grefur undan kerfinu sem hefur alltaf skipað karlkyns rithöfundum og sýn þeirra á heiminn framar öðrum innan bókmenntahefðarinnar.“14 Barbosa bendir enn fremur á hvernig Lispector grefur undan höfundarrödd og valdi Rodrigos S.M. í tileinkun verksins þar sem hún lýsir yfir 13 Cixous, Reading with Clarice Lispector, 148. Þess má geta að Cixous átti dágóðan þátt í útbreiðslu verka Clarice Lispector út fyrir Brasilíu og portúgalska tungumálið, sér í lagi til frönsku- og ensku- mælandi menningarheima, með langtíma sambandi sínu við verk hennar, sem hófst á níunda áratug 20. aldar og fól í sér einkar skapandi og dýnamískan lestur, túlkun og samræðu. Anna Klobucka segir að Cixous hafi dregið fram og varpað ljósi á verk Lispector sem afbragðs dæmis um écriture féminine eða kvenleg skrif, en hugtakið sprettur einmitt úr frægri ritgerð Cixous, „Le Rire de la Méduse“ eða „Hlátur Medúsu“, sem birtist árið 1975 og hafði umtalsverð áhrif. Það er vert að benda á að Lispector skrifaði að mestu leyti um konur, frá sjónarhóli kvenna, og því er athyglis- vert að velta fyrir sér Stund stjörnunnar og hamskiptum hennar í karlkynssögumann sem écriture féminine. Um skrif Cixous um Lispector, sjá áhugaverða umfjöllun Önnu Klobucka, „Hélène Cixous and the Hour of Clarice Lispector“. 14 Barbosa, „„A hora da estrela“ and „Um sopro de vida“: Parodies of Narrative Power“, 116. ARNÓR INGI HJARTARSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.